ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 11:30 Sigurður Bragason missir af næstu tveimur leikjum ÍBV vegna bannsins. Vísir/Diego Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira