Breytt virðismat starfa sem leið að launajafnrétti Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 17:00 Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun