Handbolti

Er alltaf að þýða fyrir alla í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungu Haukakonurnar þurfa að taka sig á í enskunni ef marka má reynslubolta í liðinu.
Ungu Haukakonurnar þurfa að taka sig á í enskunni ef marka má reynslubolta í liðinu. Vísir/Hulda Margrét

Haukakonurnar Ragnheiður Sveinsdóttir og Margrét Einarsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu og ræddu þar ýmis mál. Þá má helst nefna þjálfaraskipti, úrslitakeppni og lífið á Ásvöllum.

Kvennakastið er reglulega á dagskránni á Vísi þar sem Silla, eins og flestir þekkja hana, fær til sín íslenskar handboltakonur til að ræða boltann og Olís deildina.

Að þessu sinni kom heimsóknin frá Ásvöllum. Margrét Einarsdóttir er markvörður Haukaliðsins og Ragnheiður Sveinsdóttir er mikill reynslubolti á línunni.

Meðal annars sem þær ræddu um voru tungumálin sem eru í gangi á æfingum Haukaliðsins. Haukaliðið er með nokkra erlenda leikmenn í liðinu sem tala ekki íslensku.

Tungumálavandræðin eru þó ekki bara hjá erlendum leikmönnum liðsins því það virðist vera eitthvað að enskukennslunni í Hafnarfirði.

„Það er töluð enska á æfingum og það er alveg magnað hvað þær yngri eru lélegar í ensku,“ sagði Margrét Einarsdóttir.

„Ég er alltaf í þýðendahlutverkinu. Ef Raggi (Ragnar Hermannsson, fráfarandi þjálfari) talar íslensku þá er maður að þýða yfir á ensku fyrir útlendingana. Svo ef hann talar ensku þá þarf maður að þýða fyrir kjúklingana. Maður var alltaf að þýða eitthvað,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir.

Sigurlaug fékk þær meðal annara til að segja frá liðsfélögum sínum en það má hlusta á allt hlaðvarðið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×