Dramað heldur áfram og Diacre látin fjúka Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 13:54 Corinne Diacre var í dag rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakklands. Getty Nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru í að HM kvenna í fótbolta hefjist í Eyjaálfu hefur Corinne Diacre verið rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakka, eftir mikla óánægju nokkurra leikmanna með hennar störf. Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira