Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2023 15:36 Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki vilja trúa því að málið fari aftur í sama farveg og að meirihlutavaldi verði beitt til að koma í veg fyrir að hann geti lagt fyrirspurn fyrir þingforseta. Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. Önnur fyrirspurnin er nokkuð yfirgripsmikil og varðar fjölda bréfa og gagna sem gengið hafa á milli þingforseta og stjórnvalda. Þar er jafnframt spurt um samantekt sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi sendi forsætisnefnd og hefur að geyma athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol frá 2020. Hin fyrirspurnin er í þremur liðum, svohljóðandi: 1) Hefur forseta borist bréf frá settum ríkisendurskoðanda, dags. 27. júlí 2018? 2) Telur forseti að varðveisla bréfsins hjá Alþingi falli undir verksvið hans sem forseta samkvæmt 9. gr. þingskapalaga þar sem fram kemur að forseti fari með æðsta vald í stjórnsýslu Alþingis? 3) Telji forseti varðveislu bréfsins hjá Alþingi ekki falla undir verksvið hans samkvæmt 9. gr. þingskapalaga, getur forseti upplýst hvort og þá á hvaða lagagrundvelli hann telur sér heimilt að takmarka aðgang þingmanna að efni bréfsins og fylgiskjali sem því kann að hafa fylgt? Nú mun það koma til kasta forseta Alþingis að ákveða hvort fyrirspurnin skuli leyfð. Ef ekki gæti aftur komið til atkvæðagreiðslu í þingsal, en þingmenn eiga rétt á að bera synjun forseta undir atkvæði. Trúir því varla að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leik Jóhann segir í samtali við fréttastofu að hann trúi því varla að málið fari í sama farveg og áður. „Ég vil helst ekki trúa því að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leikinn og stöðvi fleiri fyrirspurnir í krafti meirihlutavalds, en hvað veit maður.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð í gær þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda lögfræðiálit um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Sjá nánar: Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Jóhann bendir á að samkvæmt úrskurðinum megi ekki synja almenningi um aðgang að lögfræðiálitinu á grunni 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. á þeim forsendum að um sé að ræða bréfaskipti í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli. „Þetta er athyglisvert í ljósi þess að yfirstjórn Alþingis synjaði einmitt fjölmiðli um aðgang að lögfræðiálitinu með vísan til sama lagaákvæðis, á þessum sömu forsendum sem eru augljóslega rangar,“ segir Jóhann og bætir við: „Það kemur mjög skýrt fram í lögskýringargögnum frá því að upplýsingalög voru sett á sínum tíma að þessi tiltekna undanþága frá upplýsingarétti, um bréfaskipti vegna réttarágreinings eða dómsmáls, „tekur […] ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Þess vegna er ekki hægt að skýla sér á bak við hana. Alþingi og almenningur eiga rétt á að vita hvað stendur þarna.“ Jóhann segir að svo virtist sem að yfirstjórn Alþingis hafi túlkað upplýsingalög með þrengri hætti en efni standa til. „Eðlilegast væri að forseti Alþingis birti strax lögfræðiálitið eins og fjöldi þingmanna hefur kallað eftir“ Starfsemi Lindarhvols Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Önnur fyrirspurnin er nokkuð yfirgripsmikil og varðar fjölda bréfa og gagna sem gengið hafa á milli þingforseta og stjórnvalda. Þar er jafnframt spurt um samantekt sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi sendi forsætisnefnd og hefur að geyma athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol frá 2020. Hin fyrirspurnin er í þremur liðum, svohljóðandi: 1) Hefur forseta borist bréf frá settum ríkisendurskoðanda, dags. 27. júlí 2018? 2) Telur forseti að varðveisla bréfsins hjá Alþingi falli undir verksvið hans sem forseta samkvæmt 9. gr. þingskapalaga þar sem fram kemur að forseti fari með æðsta vald í stjórnsýslu Alþingis? 3) Telji forseti varðveislu bréfsins hjá Alþingi ekki falla undir verksvið hans samkvæmt 9. gr. þingskapalaga, getur forseti upplýst hvort og þá á hvaða lagagrundvelli hann telur sér heimilt að takmarka aðgang þingmanna að efni bréfsins og fylgiskjali sem því kann að hafa fylgt? Nú mun það koma til kasta forseta Alþingis að ákveða hvort fyrirspurnin skuli leyfð. Ef ekki gæti aftur komið til atkvæðagreiðslu í þingsal, en þingmenn eiga rétt á að bera synjun forseta undir atkvæði. Trúir því varla að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leik Jóhann segir í samtali við fréttastofu að hann trúi því varla að málið fari í sama farveg og áður. „Ég vil helst ekki trúa því að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leikinn og stöðvi fleiri fyrirspurnir í krafti meirihlutavalds, en hvað veit maður.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð í gær þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda lögfræðiálit um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Sjá nánar: Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Jóhann bendir á að samkvæmt úrskurðinum megi ekki synja almenningi um aðgang að lögfræðiálitinu á grunni 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. á þeim forsendum að um sé að ræða bréfaskipti í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli. „Þetta er athyglisvert í ljósi þess að yfirstjórn Alþingis synjaði einmitt fjölmiðli um aðgang að lögfræðiálitinu með vísan til sama lagaákvæðis, á þessum sömu forsendum sem eru augljóslega rangar,“ segir Jóhann og bætir við: „Það kemur mjög skýrt fram í lögskýringargögnum frá því að upplýsingalög voru sett á sínum tíma að þessi tiltekna undanþága frá upplýsingarétti, um bréfaskipti vegna réttarágreinings eða dómsmáls, „tekur […] ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Þess vegna er ekki hægt að skýla sér á bak við hana. Alþingi og almenningur eiga rétt á að vita hvað stendur þarna.“ Jóhann segir að svo virtist sem að yfirstjórn Alþingis hafi túlkað upplýsingalög með þrengri hætti en efni standa til. „Eðlilegast væri að forseti Alþingis birti strax lögfræðiálitið eins og fjöldi þingmanna hefur kallað eftir“
Starfsemi Lindarhvols Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10