Bjarni kemur til Minden frá Skövde í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár. Bjarni skrifaði undir tveggja ára samning við Minden.
Þar hittir hann fyrir Svein Jóhannsson og Aðalstein Eyjólfsson sem tekur við liðinu eftir tímabilið. Minden er í sautjánda og næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og svo gæti farið að liðið spilaði í næstefstu deild á næsta tímabili.
Bjarni lék með FH áður en hann fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar 2020. Hann fór með Skövde alla leið í úrslit um sænska meistaratitilinn í fyrra. Þar tapaði liðið fyrir Ystad.