Metnaðarfull þróunaráætlun í kringum Keflavíkurflugvöll Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 16:55 Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, kynnti í dag þróunaráætlun sína þar sem nýtt nafn og merki áætlunnar var afhjúpað. Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“ Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“
Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent