Fótbolti

HK jafnaði gegn Vestra í uppbótartíma

Smári Jökull Jónsson skrifar
Örvar Eggertsson nældi sér í rautt spjald í uppbótartíma.
Örvar Eggertsson nældi sér í rautt spjald í uppbótartíma. Vísir/Vilhelm

HK og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld en liðin mættust í Kórnum.

Leikurinn í kvöld hafði fremur litla þýðingu því Valsmenn tryggðu sér í gær efsta sæti riðilsins og þar með pláss í undanúrslitum. Fyrir leikinn í dag var lið Vestra án sigurs í þremur leikjum en HK með sex stig eftir fjóra leiki.

Gestirnir í Vestra náðu forystunni í leiknum með sjálfsmarki HK-inga. Þeir virtust ætla að tryggja sér sigurinn en í uppbótartíma jafnaði Marciano Aziz fyrir Kópavogsliðið og tryggði því 1-1 jafntefli.

Eftir markið fékk HK-ingurinn Örvar Eggertsson rautt spjald og HK lauk leiknum því einum færri.

HK lýkur því keppni í Lengjubikarnum með sjö stig og fer uppfyrir ÍA í riðlinum. Vestri er með jafnmörg stig og Grindavík en liðin eiga eftir að mætast í lokaleik riðilsins á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×