Byssumaðurinn sagði skilið við söfnuðinn í illu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 14:23 Lík eins fórnarlambanna flutt í sendiferðabíl frá ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi í morgun. AP/Markus Schreiber Karlmaður á fertugsaldri sem skaut sex manns og ófætt barn til bana í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í gærkvöldi sagði skilið við söfnuðinn í illu fyrir einu og hálfu ári, að sögn þýska yfirvalda. Lögregla ræddi við manninn í janúar þegar henni barst ábending um að hann hefði sýnt reiði í garð trúaðra. Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07
„Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59