Hótar endurtekið sprengjum, eltir lögmann og hrækir á lögregluþjóna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2023 15:28 Karlmaðurinn er búsettur í Reykjanesbæ og veldur lögreglunni þar og íbúum töluverðum höfuðverk. Vísir/Vilhelm Þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ sem grunaður er um sprengjuhótanir á dögunum ásamt mikinn fjölda annarra brota hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. mars. Óhætt er að segja að um góðkunningja lögreglu sé að ræða. Karlmaðurinn komst í fréttirnar á dögunum, eða öllu heldur verk hans, þegar ýmsum stofnunum í Reykjanesbæ bárust sprengjuhótanir. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt en aðrir aðilar, þeirra á meðal leikskólastjórar, héldu ró sinni að ráðleggingum Lögreglunnar á Suðurnesjum sem taldi sig vita hver ætti í hlut. Fram kemur í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum, í kröfu um gæsluvarðhald, að karlmaðurinn hafi verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins þann 1. mars. Hann á tólf mál ólokin í refsivörslukerfinu auk þess sem áfrýjun hans á tólf mánaða fangelsisdóm fór fram í Landsrétti á mánudaginn. Hrækir endurtekið á lögregluþjóna Dóminn hlaut maðurinn fyrir líkamsárás á lögmann á skrifstofu hans í Reykjavík í maí 2020, fyrir húsbrot með því að neita að yfirgefa skrifstofu hans mánuði síðar, fyrir brot gegn nálgunarbanni sama lögmanns með símtölum og skilaboðasendingum. Sömuleiðis fyrir eignaspjöll fyrir að hafa sparkað í rúðu í hurð heilsugæslunnar í Drápuhlíð og brotið. Þá braut hann sóttvarnarlög í október 2020 eftir að hafa sjö sinnum yfirgefið dvalarstað sinn í Reykjavík á meðan sóttkví stóð. Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann í Reykjavík, fyrir að hafa sent líflátshótanir í á lögreglumann og fjölskyldu hans, fyrir að hafa hrækt á tvo lögreglumenn á Selfossi og tvo í Reykjanesbæ, fyrir að hafa hótað starfsmanni embættis ríkissaksóknara í afgreiðslurými embættisins og fyrir að gabba lögreglu með sprengjuhótun í mars í fyrra. Í tölvupósti sem hann sendi með tíu mínútna millibili stóð með hástöfum: „The building is rigged with explosives please evacuate the building.“ Þá var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni útdraganlega kylfu sem lögregla fann við leit í ferðatösku. Ýmis vandamál en fær um að stjórna gjörðum Fram kom í sakhæfismati geð- og embættislæknis að maðurinn hefði komið til Íslands í janúar 2017 og fengið alþjóðlega vernd í maí 2018. Á árunum 2017 til 2021 hefði lögregla til meðferðar 91 tilvik þar sem hann væri grunaður um refsiverða háttsemi. Þessu til viðbótar væru á annað hundrað tilvik vegna tilkynninga um áreiti gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem ákærði hafi haft í frammi ógnandi tilburði og hótanir. Áreitið hafi verið ítrekað og ofbeldisfullt. Hann hefði ítrekað leitað á heilsugæslu í misjöfnu ástandi andlega og í sumum heimsóknum verið reiður og ógnandi. Matsmaður mat að þrátt fyrir aðsóknarpersónuleikaröskun og áfallastreituröskun yrði að ætla að hann hefði verið fær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundum. Þrátt fyrir vanlíðan ákærða, sem æskilegt væri að meðhöndla, væri ekkert sem kæmi í veg fyrir að refsing bæri ekki árangur. Hegðun hans myndi að líkindum ekki breytast yrði hann ekki stoppaður. Var hann sömuleiðis dæmdur fyrir að framvísa fölsuðu ökuskírteini. Samanlagt hlaut hann tólf mánaða dóm sem hann áfrýjaði til Landsréttar. Von er á dómi hjá Landsrétti á næstu viku. Hótanir á hótanir ofan En á meðan karlmaðurinn bíður dóms í Landsrétti á hann von á ákæru fyrir fjölda annarra mála sem verið hafa í rannsókn og komið upp síðan. Alls eru málin tólf. Hann hefur verið stöðvaður við akstur án ökuréttinda, enn er hann sakaður um hótanir gagnvart fyrrnefndum lögmanni og fjölskyldu, þá er honum gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl lögmannsins og fjölskyldu hans. Hann er grunaður um að hafa hrækt á lögreglumann, sent sprengjuhótun á aðila í Reykjavík 4. desember og svo marga aðila um miðjan desember. Þá var hann sakaður um hótanir í afgreiðslu í Reykjavík þar sem hann hrækti í átt að starfsmanni. Þá sendi hann tvo tölvupósta 10. janúar 2023, aftur 15. janúar og svo 1. febrúar með hótunum á opinbert netfang lögreglu. Þann 16. febrúar síðastliðinn var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ætlaðrar líkamsárásar og ógnandi framkomu mannsins. Hann hafði þá fallið í prófi, að líkindum ökuprófi, og verið með ógnandi hegðun í garð starfsmanna. Það var svo 23., 24. og 25. febrúar sem sprengjuhótanir bárust á nokkra aðila í Reykjanesbæ sem áður hefur verið minnst á. Hegðun hafi stigmagnast Lögreglan á Suðurnesjum segir í greinargerð sinni að áreiti mannsins hafi verið mjög ítrekað og á tíðum ofbeldisfullt. Það sé til þess fallið að valda ótta og miklum óþægindum fyrir þá sem undir því sitja. Fjölmörg mál séu til skoðunar og þeim fari nú fjölgandi með degi hverjum. Ætla megi að hann haldi áfram brotum á meðan málum hans í refsivörslukerfinu sé ólokið. Lögreglan segir ljóst að kærði hafi einbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brotastarfsemi hans. Sé talið að hegðun kærða hafi undanfarið stigmagnast. Sé því nauðsynlegt að stöðva brotastarfsemi hans og þá sérstaklega þar sem brotahrina hans ógni hagsmunum fjölmargra annarra, bæði einstaklinga og opinberra stofnana. Þá valdi hún ótta hjá starfsmönnum þeirra stofnana sem fái hótanir og öðrum þeim sem fyrir háttsemi kærða verða. Með vísan til framangreinds telji lögregla yfirgnæfandi líkur á því að kærði muni halda brotastarfsemi sinni áfram sé hann frjáls ferða sinna og því sé nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan rannsókn mála hans standi yfir sem og meðferð mála hans fyrir dómi. Nauðsynlegt sé að kærði sæti gæsluvarðhaldi til að verja aðra fyrir árásum hans, hótunum og ofbeldi og tryggja friðhelgi einkalífs og öryggi þeirra. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjaness. Verjandi mannsins kærði niðurstöðuna til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í héraði. Reykjanesbær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Karlmaðurinn komst í fréttirnar á dögunum, eða öllu heldur verk hans, þegar ýmsum stofnunum í Reykjanesbæ bárust sprengjuhótanir. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt en aðrir aðilar, þeirra á meðal leikskólastjórar, héldu ró sinni að ráðleggingum Lögreglunnar á Suðurnesjum sem taldi sig vita hver ætti í hlut. Fram kemur í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum, í kröfu um gæsluvarðhald, að karlmaðurinn hafi verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins þann 1. mars. Hann á tólf mál ólokin í refsivörslukerfinu auk þess sem áfrýjun hans á tólf mánaða fangelsisdóm fór fram í Landsrétti á mánudaginn. Hrækir endurtekið á lögregluþjóna Dóminn hlaut maðurinn fyrir líkamsárás á lögmann á skrifstofu hans í Reykjavík í maí 2020, fyrir húsbrot með því að neita að yfirgefa skrifstofu hans mánuði síðar, fyrir brot gegn nálgunarbanni sama lögmanns með símtölum og skilaboðasendingum. Sömuleiðis fyrir eignaspjöll fyrir að hafa sparkað í rúðu í hurð heilsugæslunnar í Drápuhlíð og brotið. Þá braut hann sóttvarnarlög í október 2020 eftir að hafa sjö sinnum yfirgefið dvalarstað sinn í Reykjavík á meðan sóttkví stóð. Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann í Reykjavík, fyrir að hafa sent líflátshótanir í á lögreglumann og fjölskyldu hans, fyrir að hafa hrækt á tvo lögreglumenn á Selfossi og tvo í Reykjanesbæ, fyrir að hafa hótað starfsmanni embættis ríkissaksóknara í afgreiðslurými embættisins og fyrir að gabba lögreglu með sprengjuhótun í mars í fyrra. Í tölvupósti sem hann sendi með tíu mínútna millibili stóð með hástöfum: „The building is rigged with explosives please evacuate the building.“ Þá var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni útdraganlega kylfu sem lögregla fann við leit í ferðatösku. Ýmis vandamál en fær um að stjórna gjörðum Fram kom í sakhæfismati geð- og embættislæknis að maðurinn hefði komið til Íslands í janúar 2017 og fengið alþjóðlega vernd í maí 2018. Á árunum 2017 til 2021 hefði lögregla til meðferðar 91 tilvik þar sem hann væri grunaður um refsiverða háttsemi. Þessu til viðbótar væru á annað hundrað tilvik vegna tilkynninga um áreiti gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem ákærði hafi haft í frammi ógnandi tilburði og hótanir. Áreitið hafi verið ítrekað og ofbeldisfullt. Hann hefði ítrekað leitað á heilsugæslu í misjöfnu ástandi andlega og í sumum heimsóknum verið reiður og ógnandi. Matsmaður mat að þrátt fyrir aðsóknarpersónuleikaröskun og áfallastreituröskun yrði að ætla að hann hefði verið fær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundum. Þrátt fyrir vanlíðan ákærða, sem æskilegt væri að meðhöndla, væri ekkert sem kæmi í veg fyrir að refsing bæri ekki árangur. Hegðun hans myndi að líkindum ekki breytast yrði hann ekki stoppaður. Var hann sömuleiðis dæmdur fyrir að framvísa fölsuðu ökuskírteini. Samanlagt hlaut hann tólf mánaða dóm sem hann áfrýjaði til Landsréttar. Von er á dómi hjá Landsrétti á næstu viku. Hótanir á hótanir ofan En á meðan karlmaðurinn bíður dóms í Landsrétti á hann von á ákæru fyrir fjölda annarra mála sem verið hafa í rannsókn og komið upp síðan. Alls eru málin tólf. Hann hefur verið stöðvaður við akstur án ökuréttinda, enn er hann sakaður um hótanir gagnvart fyrrnefndum lögmanni og fjölskyldu, þá er honum gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl lögmannsins og fjölskyldu hans. Hann er grunaður um að hafa hrækt á lögreglumann, sent sprengjuhótun á aðila í Reykjavík 4. desember og svo marga aðila um miðjan desember. Þá var hann sakaður um hótanir í afgreiðslu í Reykjavík þar sem hann hrækti í átt að starfsmanni. Þá sendi hann tvo tölvupósta 10. janúar 2023, aftur 15. janúar og svo 1. febrúar með hótunum á opinbert netfang lögreglu. Þann 16. febrúar síðastliðinn var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ætlaðrar líkamsárásar og ógnandi framkomu mannsins. Hann hafði þá fallið í prófi, að líkindum ökuprófi, og verið með ógnandi hegðun í garð starfsmanna. Það var svo 23., 24. og 25. febrúar sem sprengjuhótanir bárust á nokkra aðila í Reykjanesbæ sem áður hefur verið minnst á. Hegðun hafi stigmagnast Lögreglan á Suðurnesjum segir í greinargerð sinni að áreiti mannsins hafi verið mjög ítrekað og á tíðum ofbeldisfullt. Það sé til þess fallið að valda ótta og miklum óþægindum fyrir þá sem undir því sitja. Fjölmörg mál séu til skoðunar og þeim fari nú fjölgandi með degi hverjum. Ætla megi að hann haldi áfram brotum á meðan málum hans í refsivörslukerfinu sé ólokið. Lögreglan segir ljóst að kærði hafi einbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brotastarfsemi hans. Sé talið að hegðun kærða hafi undanfarið stigmagnast. Sé því nauðsynlegt að stöðva brotastarfsemi hans og þá sérstaklega þar sem brotahrina hans ógni hagsmunum fjölmargra annarra, bæði einstaklinga og opinberra stofnana. Þá valdi hún ótta hjá starfsmönnum þeirra stofnana sem fái hótanir og öðrum þeim sem fyrir háttsemi kærða verða. Með vísan til framangreinds telji lögregla yfirgnæfandi líkur á því að kærði muni halda brotastarfsemi sinni áfram sé hann frjáls ferða sinna og því sé nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan rannsókn mála hans standi yfir sem og meðferð mála hans fyrir dómi. Nauðsynlegt sé að kærði sæti gæsluvarðhaldi til að verja aðra fyrir árásum hans, hótunum og ofbeldi og tryggja friðhelgi einkalífs og öryggi þeirra. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjaness. Verjandi mannsins kærði niðurstöðuna til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í héraði.
Reykjanesbær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent