Innlent

Jóhannes og Krist­mundur nýir í stjórn Sam­takanna '78

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Jóhannes Þór Skúlason, Vera Illugadóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Álfur Birkir Bjarnason, Mars M. Proppé og Kristmundur Pétursson.
Frá vinstri: Jóhannes Þór Skúlason, Vera Illugadóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Álfur Birkir Bjarnason, Mars M. Proppé og Kristmundur Pétursson. Samtökin '78

Á aðalfundi Samtakanna '78 sem fram fór í dag var kosið í þrjú sæti. Jóhannes Þór Skúlason og Kristmundur Pétursson koma nýir inn í stjórnina en Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir var endurkjörin. Þá var Álfur Birkir Bjarnason endurkjörinn formaður. 

Hátt í sextíu manns mættu á fundinn en þar voru ýmis mál rædd ásamt því að kosið var í stjórnina. 

Fyrir sitja Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir í stjórninni. Stjórn mun skipta með sér embættum á fyrsta stjórnarfundi sínum.

Kosið var í nýtt félagaráð en það eru Alex Diljar Birkisbur Hellsing, Björgvin Ægir Elisson, Erlingur Sigvaldason, Guðrún Úlfarsdóttir, Hrönn Svansdóttir, Móberg Ordal og Ragnar Pálsson sem skipa það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×