Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 21:30 Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Ölfus Myndlist Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn.
Ölfus Myndlist Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira