Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. mars 2023 23:22 Það stórsér á bíl ökukennarans Þorsteins sem er samt sem áður þakklátur fyrir að ekki fór verr. Þorsteinn Bjarki Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. „Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“ Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Rigning sunnan- og vestantil Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“
Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Rigning sunnan- og vestantil Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira