Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 10:30 Meðalmennskan dugði ekki til. Úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“ Lögreglan Heilsa Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“
Lögreglan Heilsa Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira