„Þú ert bara ekki að dekka neinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 11:00 Umræða fór fram um gengi Keflavíkur í Subway Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Vísir Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar. Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira