„Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 19:07 Þór segir Einar Þorsteinsson formann borgarráðs ætla að hitta sig í vikunni. Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“ Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“
Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira