Katarar neita að hafa njósnað um leynifundi Infantino Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2023 11:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, ásamt Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírnum af Katar. Alexander Hassenstein - FIFA/FIFA via Getty Images Katörsk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa njósnað um Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundum hans með Michael Lauber, fyrrum ríkissaksóknara í Sviss. Infantino og Lauber sæta sakamálarannsókn vegna fundanna. Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino. HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino.
HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira