Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 07:42 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Landspítalinn hefur flakkað milli óvissustigs, hættustigs og neyðarstigs síðan 30. janúar 2020. Vísir/Vilhelm Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Á vef Landspítala segir að spítalinn hafi verið settur á óvissustig vegna útbreiðslu veirunnar í heiminum þann 30. janúar 2020 og síðan þá hefur hann verið færður á óvissustig, hættustig eða neyðarstig alls nítján sinnum. „Í viðbragðsáætlun Landspítala er gert ráð fyrir því að spítalinn sé settur á óvissustig þegar hafa þarf viðbúnað vegna mögulegs eða orðins atburðar. Dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar eru óljósar eða ekki nægar til að virkja viðbragðsáætlun til fulls. Farsóttanefnd er að störfum á óvissustigi og er tengiliður við sóttvarnalækni. Nú, rúmlega þremur árum eftir fyrsta óvissustig vegna COVID-19, er staðan sú að sjúkdómurinn virðist vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Því er ekki lengur ástæða til að vera með sérstakar aðgerðir innan spítalans aðrar en sýkingavarnir til að verjast sjúkdómnum. Þannig var grímuskyldu breytt í valkvæða grímunotkun þann 10. mars s.l. og þar með voru síðustu sértæku ráðstafanirnar felldar úr gildi. Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið þá er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúkdómsmynd og nýjum farsóttum. Það er hlutverk farsóttanefndar að vakta og gera viðvart,“ segir á vef spítalans. Grímunotkun er nú valkvæð á spítalanum. Vísir/Vilhelm Grímuskyldu aflétt Greint var frá því í síðustu viku að grímuskylda væri orðin valkvæð á spítalanum, bæði fyrir sjúklinga, starfsmenn, nemendur, heimsóknargesti og aðra sem eigi erindi á Landspítala. Farsóttanefnd spítalans mælir þó með því að grímur séu áfram notaðar á bráðamóttökum þar sem þrengsli séu og ekki unnt að gæta að sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Á vef Landspítala segir að spítalinn hafi verið settur á óvissustig vegna útbreiðslu veirunnar í heiminum þann 30. janúar 2020 og síðan þá hefur hann verið færður á óvissustig, hættustig eða neyðarstig alls nítján sinnum. „Í viðbragðsáætlun Landspítala er gert ráð fyrir því að spítalinn sé settur á óvissustig þegar hafa þarf viðbúnað vegna mögulegs eða orðins atburðar. Dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar eru óljósar eða ekki nægar til að virkja viðbragðsáætlun til fulls. Farsóttanefnd er að störfum á óvissustigi og er tengiliður við sóttvarnalækni. Nú, rúmlega þremur árum eftir fyrsta óvissustig vegna COVID-19, er staðan sú að sjúkdómurinn virðist vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Því er ekki lengur ástæða til að vera með sérstakar aðgerðir innan spítalans aðrar en sýkingavarnir til að verjast sjúkdómnum. Þannig var grímuskyldu breytt í valkvæða grímunotkun þann 10. mars s.l. og þar með voru síðustu sértæku ráðstafanirnar felldar úr gildi. Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið þá er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúkdómsmynd og nýjum farsóttum. Það er hlutverk farsóttanefndar að vakta og gera viðvart,“ segir á vef spítalans. Grímunotkun er nú valkvæð á spítalanum. Vísir/Vilhelm Grímuskyldu aflétt Greint var frá því í síðustu viku að grímuskylda væri orðin valkvæð á spítalanum, bæði fyrir sjúklinga, starfsmenn, nemendur, heimsóknargesti og aðra sem eigi erindi á Landspítala. Farsóttanefnd spítalans mælir þó með því að grímur séu áfram notaðar á bráðamóttökum þar sem þrengsli séu og ekki unnt að gæta að sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira