Íþróttastjarna skólans auglýsti skólasvindl á Tik Tok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 12:01 Olivia Dunne í keppni með fimleikaliði LSU. Getty/Stew Milne Bandaríska fimleikakonan Olivia Dunne er einnig stórstjarna á samfélagsmiðlum og nú lítur út fyrir að hún hafi verið að auglýsa ólöglega hjálp við heimanámið. Málið hefur skapað nokkra umræðu í Bandaríkjunum. Gervigreindin er að læðast alls staðar inn og það gefur að skilja að margir latir námsmenn sjá þarna gott tækifæri til að sleppa við heimalærdóm. LSU is reminding students about the code of conduct after Olivia Dunne, their top influencer, promoted Caktus AI, an AI-powered essay writing app on TikTok. #NIL pic.twitter.com/2ULzdlO5dp— PlayersOnly (@play3rsonly) March 6, 2023 Hin tvítuga fimleikakona Olivia Dunne kom sér í vandræði eftir að hún auglýsti gervigreindarforritið Caktus AI á samfélagsmiðlum. Hún er nemi í Louisiana State University og þarf að sinna náminu með því að vera á fullu í fimleikum og hala inn milljónir á samfélagsmiðlum. Dunne setti inn myndband á Tik Tok þar sem hún talaði um gervigreindina. „Ég þarf að koma sköpunargáfunni í gang áður en ég þarf að skila ritgerðinni minni á miðnætti,“ sagði Olivia Dunne á Tik Tok. Myndbandið fékk yfir milljón áhorf og fékk skólann hennar, Louisiana State University, til að grípa inn í. LSU gymnast Olivia Dunne's endorsement of an AI essay-writing product is raising questions about whether college athletic programs should provide clearer ethical guidelines for athletes earning money from name, image and likeness contracts. https://t.co/QuNUhlKFyu— The Associated Press (@AP) March 8, 2023 Það er auðvitað hægt að beintengja notkun gervigreindar við svindl í skóla og skólinn gaf það sérstaklega út að krakkarnir í skólanum þyrftu að passa sig að gerast ekki sek um ritstuld. „Það að nota gervigreind til að vinna fyrir sig heimavinnuna og leggja hana sína fram sem sína vinnu gæti kallað á refsingu fyrir misferli,“ skrifaði LSU í yfirlýsingu. Áhrif Dunne eru náttúrulega gríðarleg. Hún er nefnilega með 7,3 milljónir fylgjenda á Tik Tok. Dunne hefur af þeim sökum gert samninga við mörg fyrirtæki um að auglýsa vörur þeirra á miðlunum en nú virðist hún hins vegar hafa fengið of langt. Hún hefur verið kölluð gullstelpan enda varð hún búin að vinna sér inn milljón Bandaríkjadala þegar hún varð átján þökk sé vinsældum sínum á samfélagsmiðlum. Fimleikar Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Gervigreindin er að læðast alls staðar inn og það gefur að skilja að margir latir námsmenn sjá þarna gott tækifæri til að sleppa við heimalærdóm. LSU is reminding students about the code of conduct after Olivia Dunne, their top influencer, promoted Caktus AI, an AI-powered essay writing app on TikTok. #NIL pic.twitter.com/2ULzdlO5dp— PlayersOnly (@play3rsonly) March 6, 2023 Hin tvítuga fimleikakona Olivia Dunne kom sér í vandræði eftir að hún auglýsti gervigreindarforritið Caktus AI á samfélagsmiðlum. Hún er nemi í Louisiana State University og þarf að sinna náminu með því að vera á fullu í fimleikum og hala inn milljónir á samfélagsmiðlum. Dunne setti inn myndband á Tik Tok þar sem hún talaði um gervigreindina. „Ég þarf að koma sköpunargáfunni í gang áður en ég þarf að skila ritgerðinni minni á miðnætti,“ sagði Olivia Dunne á Tik Tok. Myndbandið fékk yfir milljón áhorf og fékk skólann hennar, Louisiana State University, til að grípa inn í. LSU gymnast Olivia Dunne's endorsement of an AI essay-writing product is raising questions about whether college athletic programs should provide clearer ethical guidelines for athletes earning money from name, image and likeness contracts. https://t.co/QuNUhlKFyu— The Associated Press (@AP) March 8, 2023 Það er auðvitað hægt að beintengja notkun gervigreindar við svindl í skóla og skólinn gaf það sérstaklega út að krakkarnir í skólanum þyrftu að passa sig að gerast ekki sek um ritstuld. „Það að nota gervigreind til að vinna fyrir sig heimavinnuna og leggja hana sína fram sem sína vinnu gæti kallað á refsingu fyrir misferli,“ skrifaði LSU í yfirlýsingu. Áhrif Dunne eru náttúrulega gríðarleg. Hún er nefnilega með 7,3 milljónir fylgjenda á Tik Tok. Dunne hefur af þeim sökum gert samninga við mörg fyrirtæki um að auglýsa vörur þeirra á miðlunum en nú virðist hún hins vegar hafa fengið of langt. Hún hefur verið kölluð gullstelpan enda varð hún búin að vinna sér inn milljón Bandaríkjadala þegar hún varð átján þökk sé vinsældum sínum á samfélagsmiðlum.
Fimleikar Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira