Seðlabankinn slær varnagla vegna aukinnar áhættu Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2023 19:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í dag enn eina aðgerð bankans sem ætlað er að slá á neyslu og auka viðspyrnu bankakerfisins komi til áfalla. Stöð 2/Ívar Seðlabankinn gerði viðskiptabönkunum í dag að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu með því að auka framlög þeirra í sveiflujöfnunarsjóð. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standi þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. Staðan í íslenskum efnahagsmálum er á vissan hátt þversagnakennt. Á sama tíma og allt er á blússandi uppsiglingu og skortur á vinnuafli vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum og auknum útflutningsverðmætum almennt, hringja viðvörunarbjöllur. Á súlunum sést fjöldi ferðamanna á Íslandi eftir mánuðum frá 2018 til 2022. Gula línan sýnir fjölda gistinátta erlendra ferðamanna og sú græna fjölda gistinátta innlendra ferðamanna. Grafík/Sara Verðbólga er þrálát ekki bara hér á Íslandi, heldur einnig á helstu viðskiptasvæðum landsins í Bandaríkjunum, á Evrusvæðinu og í Bretlandi. Seðlabankinn hefur vegna þessa hækkað meginvexti sína ellefu sinnum í röð frá árinu 2021 og eru þeir nú komnir í 6,5 prósent. Seðlabankar annarra ríkja hafa sömuleiðis hækkað sína vexti eins og sjá má í Bandaríkjunum, hjá Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu. Hér sjá meginvextir Seðlabanka Íslands, Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu í febrúar í fyrra og febr´æuar í ár.Grafík/Sara Í fyrra jók Seðlabankinn eiginfjárkröfu vegna íbúðarkaupa. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá því í dag að bankinn bætti nú við enn einu úrræðinu með hækkun sveiflujöfnunarauka bankanna úr 2 prósentum í 2,5 prósent. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Sveifluaukinn hefur aldrei verið hærri. Núna er hann í 2,5 prósentum sem bætist við eiginfjárkröfu bankanna. Þannig að það er líka ákveðin áminning til þeirra um að eiga nægilegt eigiðfé,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að hægja á allri eyðslu og neyslu í þjóðfélaginu.Stöð 2/Ívar Engu að síður telur fjármálastöðugleikanefnd íslenska fjármálakerfið standa traustum fótum. Aftur á móti fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Þeir hafi verið hækkaðir til að draga úr neyslu sem meðal annars hafi sýnt sig í því að spenna hafi minnkað undanfarið á húsnæðismarkaði. Engu að síður gerir Seðlabankinn ráð fyrir fjölgun nýrra íbúða á þessu ári og næsta miðað við árið í fyrra. Allar miða aðgerðir Seðlabankans að því að draga úr neyslu. Svo ég tali nú kannski bara og noti líkingarmál sem þú hefur notað, að það fækki tásumyndum frá Tenerife? „Almennt séð erum við að vona það. Það sem gerðist að nokkru leyti er að fólk neyddist til að spara þau tvö ár sem faraldurinn var og hefur núna pening til að eyða. Við álítum reyndar að neyslan, að það sé að draga úr henni, þetta sé að ná hámarki. Á þessum tíma, miðað við hvað það er mikil þensla í efnahagskerfinu, viljum við að allir hægi á sér,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir kynningu á fyrsta riti Fjármálastöðugleika á þessu ári. Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. 15. mars 2023 11:55 Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Staðan í íslenskum efnahagsmálum er á vissan hátt þversagnakennt. Á sama tíma og allt er á blússandi uppsiglingu og skortur á vinnuafli vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum og auknum útflutningsverðmætum almennt, hringja viðvörunarbjöllur. Á súlunum sést fjöldi ferðamanna á Íslandi eftir mánuðum frá 2018 til 2022. Gula línan sýnir fjölda gistinátta erlendra ferðamanna og sú græna fjölda gistinátta innlendra ferðamanna. Grafík/Sara Verðbólga er þrálát ekki bara hér á Íslandi, heldur einnig á helstu viðskiptasvæðum landsins í Bandaríkjunum, á Evrusvæðinu og í Bretlandi. Seðlabankinn hefur vegna þessa hækkað meginvexti sína ellefu sinnum í röð frá árinu 2021 og eru þeir nú komnir í 6,5 prósent. Seðlabankar annarra ríkja hafa sömuleiðis hækkað sína vexti eins og sjá má í Bandaríkjunum, hjá Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu. Hér sjá meginvextir Seðlabanka Íslands, Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu í febrúar í fyrra og febr´æuar í ár.Grafík/Sara Í fyrra jók Seðlabankinn eiginfjárkröfu vegna íbúðarkaupa. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá því í dag að bankinn bætti nú við enn einu úrræðinu með hækkun sveiflujöfnunarauka bankanna úr 2 prósentum í 2,5 prósent. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Sveifluaukinn hefur aldrei verið hærri. Núna er hann í 2,5 prósentum sem bætist við eiginfjárkröfu bankanna. Þannig að það er líka ákveðin áminning til þeirra um að eiga nægilegt eigiðfé,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að hægja á allri eyðslu og neyslu í þjóðfélaginu.Stöð 2/Ívar Engu að síður telur fjármálastöðugleikanefnd íslenska fjármálakerfið standa traustum fótum. Aftur á móti fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Þeir hafi verið hækkaðir til að draga úr neyslu sem meðal annars hafi sýnt sig í því að spenna hafi minnkað undanfarið á húsnæðismarkaði. Engu að síður gerir Seðlabankinn ráð fyrir fjölgun nýrra íbúða á þessu ári og næsta miðað við árið í fyrra. Allar miða aðgerðir Seðlabankans að því að draga úr neyslu. Svo ég tali nú kannski bara og noti líkingarmál sem þú hefur notað, að það fækki tásumyndum frá Tenerife? „Almennt séð erum við að vona það. Það sem gerðist að nokkru leyti er að fólk neyddist til að spara þau tvö ár sem faraldurinn var og hefur núna pening til að eyða. Við álítum reyndar að neyslan, að það sé að draga úr henni, þetta sé að ná hámarki. Á þessum tíma, miðað við hvað það er mikil þensla í efnahagskerfinu, viljum við að allir hægi á sér,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir kynningu á fyrsta riti Fjármálastöðugleika á þessu ári.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. 15. mars 2023 11:55 Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. 15. mars 2023 11:55
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43