Gera ráð fyrir þjóðarhöll í deiliskipulagsbreytingu Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 15:53 Umrædd þjóðarhöll á að rísa á svæðinu í kringum Laugardalshöllina. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir Laugardal. Breytingin felur í sér rými fyrir þjóðarhöll en hámarks byggingarmagn hallarinnar er nítján þúsund fermetrar. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira