Breytingartillögur felldar jafnóðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 19:17 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir hefur jafnan gert grein fyrir atkvæði sínu á Alþingi í dag. Myndin var tekin þar sem hún kastaði kveðju á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum. Breytingartillögurnar hafa almennt verið felldar með 32 atkvæðum; 15 segja yfirleitt já og 5 greiða ekki atkvæði. Það eru jafnan þingmenn Flokks fólksins sem ekki hafa greitt atkvæði með eða á móti. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Á þingfundinum sem nú stendur yfir þurfti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að biðja gest á þingpöllum um að hafa hljóð, en einn heyrðist saka þingmenn um misnotkun á valdi. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir hefur reglulega tekið til máls á Alþingi í kvöld og hafa Píratar staðið fyrir mörgum breytingartillögum á frumvarpinu. Þingmenn flokksins gagrýndu ákvæði frumvarpsins sem þau telja torvelda endurupptöku mála og segja það setja hættulegt fordæmi. Herbergi fullt af myglu Arndís Anna veltir upp mikilvægi ákvæðis um að útlendingur teljist ekki umsækjandi um alþjóðlega vernd ef máli hans hefur verið lokið á stjórnsýslustigi. „Það er hvorki í þágu skilvirkni, sparnaðar fyrir ríkissjóð né í þágu mannúðar - það er ekki í þágu eins eða neins, þessi breyting. Hún snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna. Margir þingmenn hafa ákveðið að gera sérstaklega grein fyrir atkvæðum sínum. „Þetta er nú sennilega eitt versta ákvæðið í þessu frumvarpi, eitt af því sem mest hefur verið rætt um í meðförum nefndarinnar og eitt af því sem hefur verið gagnrýnt hvað helst af þeim sem hafa komið fyrir nefndina, þeir sem hafa sérfræðiþekkingu til að meta hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að leggja það hér til að þessi tiltekna grein falli á brott, ég greiði heilshugar atkvæði með því og hvet aðra til að gera það sama. Ég segi já,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Breytingartillögurnar hafa almennt verið felldar með 32 atkvæðum; 15 segja yfirleitt já og 5 greiða ekki atkvæði. Það eru jafnan þingmenn Flokks fólksins sem ekki hafa greitt atkvæði með eða á móti. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Á þingfundinum sem nú stendur yfir þurfti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að biðja gest á þingpöllum um að hafa hljóð, en einn heyrðist saka þingmenn um misnotkun á valdi. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir hefur reglulega tekið til máls á Alþingi í kvöld og hafa Píratar staðið fyrir mörgum breytingartillögum á frumvarpinu. Þingmenn flokksins gagrýndu ákvæði frumvarpsins sem þau telja torvelda endurupptöku mála og segja það setja hættulegt fordæmi. Herbergi fullt af myglu Arndís Anna veltir upp mikilvægi ákvæðis um að útlendingur teljist ekki umsækjandi um alþjóðlega vernd ef máli hans hefur verið lokið á stjórnsýslustigi. „Það er hvorki í þágu skilvirkni, sparnaðar fyrir ríkissjóð né í þágu mannúðar - það er ekki í þágu eins eða neins, þessi breyting. Hún snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna. Margir þingmenn hafa ákveðið að gera sérstaklega grein fyrir atkvæðum sínum. „Þetta er nú sennilega eitt versta ákvæðið í þessu frumvarpi, eitt af því sem mest hefur verið rætt um í meðförum nefndarinnar og eitt af því sem hefur verið gagnrýnt hvað helst af þeim sem hafa komið fyrir nefndina, þeir sem hafa sérfræðiþekkingu til að meta hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að leggja það hér til að þessi tiltekna grein falli á brott, ég greiði heilshugar atkvæði með því og hvet aðra til að gera það sama. Ég segi já,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50
Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01