Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir Hinrik Wöhler skrifar 16. mars 2023 20:28 Fyrsta stopp Harðar í Olís-deildinni var heldur stutt. Vísir Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30. Ljóst var fyrir leikinn að Hörður þurfti sigur eða jafntefli til að eiga tölfræðilega möguleika til að halda sér í Olís-deildinni en nú er það endanlega staðfest að Ísfirðingar munu keppa í Grill 66-deildinni á næsta tímabili. ÍBV var í sjöunda sæti deildarinnar fyrir leikinn en áttu þó tvo leiki til góða á flest lið. Með sigrinum lyfta Eyjamenn sér upp um fjögur sæti og sitja nú í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir FH í öðru sæti. Fyrri hálfleikur var afar kaflaskiptur, einbeittir Harðarmenn byrjuðu vel og komu Eyjamönnum á óvart með skilvirkum sóknarleik. Allt gekk upp í leik liðsins og var staðan 7-3 eftir tíu mínútna leik. Þá vöknuðu Eyjamenn af vondum draumi og náðu að snúa leiknum sér í hag, 10-12. Heimamenn fundu þá taktinn á ný og gengu á lagið í lok fyrri hálfleiks og leiddu 18-16 í hálfleik. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var óhræddur að prófa mismunandi útfærslur í sóknarleik heimamanna, sjö á sex eða nota þrjá leikmenn inn á línunni. Eyjamenn tóku yfirhöndina hægt og bítandi í seinni hálfleik og komust yfir á ný þegar síðari hálfleikur var tíu mínútna gamall. Gestirnir héldu eins til tveggja marka forskoti en Ísfirðingar gáfust ekki upp og náðu að jafna 29-29 þegar fimm mínútur voru eftir. Harðarmenn, sem leita enn að sínum fyrsta sigri í efstu deild, voru komnir í kjörstöðu að sigla þessum tímamótasigri heim. Það gekk þó ekki upp hjá heimamönnum en mistök í sókninni og erfiðar línusendingar urðu þeim meðal annars að falli. Eyjamenn, með Kára Kristján í fararbroddi, náðu að klára leikinn undir lokin og fara heim til Vestmannaeyja með tvö stig í farteskinu. Af hverju vann ÍBV? Þetta var langt frá því að vera besti leikur Eyjamanna í vetur en þeir geta þó verið sáttir með að hafa klárað leikinn og stigið upp á réttum tímapunkti, þeir voru yfirvegaðir þegar mest á reyndi. Klaufaleg mistök Harðarmanna gerðu lífið auðveldara fyrir gestina á síðustu mínútum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján stóð sig með miklum sóma, finnur sig vel á landsbyggðinni. Útilína Eyjamanna dældi boltum inn á línuna og vörn Harðar réð illa við línumanninn stæðilega. Kári með tíu mörk í dag og samherji hans, Elmar Erlingsson, átti einnig fínasta dag með sex mörk. Leó Renaud-David og Jón Ómar Gíslason voru sprækir hjá heimamönnum. Jón Ómar náði oftar en ekki að skapa sér gott pláss á línunni og nýtti færin vel, fimm mörk úr fimm skotum hjá línumanninum. Leó markahæstur heimamanna með níu mörk, þar af fimm úr vítum. Hvað gekk illa? Harðarmönnum gekk illa að taka yfir leikinn á ögurstundu. Þeir sýndu það í kvöld að þeir geta strítt toppliðunum í Olís-deildinni en reynsluleysi og mistök á versta tíma varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Það er stutt í næsta leik hjá Eyjamönnum en þeir mæta fallbaráttuliði ÍR í Skógarseli á mánudaginn. Með sigri getur ÍBV jafnað FH að stigum og komið sér í sterka stöðu fyrir úrslitakeppnina. Fjögur efstu liðin í deildinni tryggja sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni og vilja Eyjamenn eflaust fá sem flesta heimaleiki á sterkum heimavelli í Vestmannaeyjum. Nýliðarnir frá Ísafirði eiga nú fjóra leiki eftir í deild þeirra bestu. Þeir fá níu daga hlé áður en þeir mæta FH á Ísafirði þann 25. mars. Harðarmenn eru enn í leit að sínum fyrsta sigri í efstu deild og verður það þeirra helsta keppikefli áður en þeir kveðja Olís-deildina. Handbolti Olís-deild karla Hörður ÍBV
Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30. Ljóst var fyrir leikinn að Hörður þurfti sigur eða jafntefli til að eiga tölfræðilega möguleika til að halda sér í Olís-deildinni en nú er það endanlega staðfest að Ísfirðingar munu keppa í Grill 66-deildinni á næsta tímabili. ÍBV var í sjöunda sæti deildarinnar fyrir leikinn en áttu þó tvo leiki til góða á flest lið. Með sigrinum lyfta Eyjamenn sér upp um fjögur sæti og sitja nú í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir FH í öðru sæti. Fyrri hálfleikur var afar kaflaskiptur, einbeittir Harðarmenn byrjuðu vel og komu Eyjamönnum á óvart með skilvirkum sóknarleik. Allt gekk upp í leik liðsins og var staðan 7-3 eftir tíu mínútna leik. Þá vöknuðu Eyjamenn af vondum draumi og náðu að snúa leiknum sér í hag, 10-12. Heimamenn fundu þá taktinn á ný og gengu á lagið í lok fyrri hálfleiks og leiddu 18-16 í hálfleik. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var óhræddur að prófa mismunandi útfærslur í sóknarleik heimamanna, sjö á sex eða nota þrjá leikmenn inn á línunni. Eyjamenn tóku yfirhöndina hægt og bítandi í seinni hálfleik og komust yfir á ný þegar síðari hálfleikur var tíu mínútna gamall. Gestirnir héldu eins til tveggja marka forskoti en Ísfirðingar gáfust ekki upp og náðu að jafna 29-29 þegar fimm mínútur voru eftir. Harðarmenn, sem leita enn að sínum fyrsta sigri í efstu deild, voru komnir í kjörstöðu að sigla þessum tímamótasigri heim. Það gekk þó ekki upp hjá heimamönnum en mistök í sókninni og erfiðar línusendingar urðu þeim meðal annars að falli. Eyjamenn, með Kára Kristján í fararbroddi, náðu að klára leikinn undir lokin og fara heim til Vestmannaeyja með tvö stig í farteskinu. Af hverju vann ÍBV? Þetta var langt frá því að vera besti leikur Eyjamanna í vetur en þeir geta þó verið sáttir með að hafa klárað leikinn og stigið upp á réttum tímapunkti, þeir voru yfirvegaðir þegar mest á reyndi. Klaufaleg mistök Harðarmanna gerðu lífið auðveldara fyrir gestina á síðustu mínútum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján stóð sig með miklum sóma, finnur sig vel á landsbyggðinni. Útilína Eyjamanna dældi boltum inn á línuna og vörn Harðar réð illa við línumanninn stæðilega. Kári með tíu mörk í dag og samherji hans, Elmar Erlingsson, átti einnig fínasta dag með sex mörk. Leó Renaud-David og Jón Ómar Gíslason voru sprækir hjá heimamönnum. Jón Ómar náði oftar en ekki að skapa sér gott pláss á línunni og nýtti færin vel, fimm mörk úr fimm skotum hjá línumanninum. Leó markahæstur heimamanna með níu mörk, þar af fimm úr vítum. Hvað gekk illa? Harðarmönnum gekk illa að taka yfir leikinn á ögurstundu. Þeir sýndu það í kvöld að þeir geta strítt toppliðunum í Olís-deildinni en reynsluleysi og mistök á versta tíma varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Það er stutt í næsta leik hjá Eyjamönnum en þeir mæta fallbaráttuliði ÍR í Skógarseli á mánudaginn. Með sigri getur ÍBV jafnað FH að stigum og komið sér í sterka stöðu fyrir úrslitakeppnina. Fjögur efstu liðin í deildinni tryggja sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni og vilja Eyjamenn eflaust fá sem flesta heimaleiki á sterkum heimavelli í Vestmannaeyjum. Nýliðarnir frá Ísafirði eiga nú fjóra leiki eftir í deild þeirra bestu. Þeir fá níu daga hlé áður en þeir mæta FH á Ísafirði þann 25. mars. Harðarmenn eru enn í leit að sínum fyrsta sigri í efstu deild og verður það þeirra helsta keppikefli áður en þeir kveðja Olís-deildina.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti