Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandsmeistarar Fram urðu að sætta sig við sex marka tap á móti norska félaginu Elverum í Evrópudeildinni í gær. Handbolti 21.10.2025 20:19
Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Magdeburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld eftir sannfærandi tíu marka útisigur á neðri deildarliðinu Dessau-Roßlauer HV 06, 44-34. Handbolti 21.10.2025 18:45
Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Fjögur Íslendingalið voru á ferðinni í fyrri leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni í handbolta. Íslensku leikmennirnir voru flestir í stórum hlutverkum hjá sínum liðum. Handbolti 21.10.2025 18:28
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti 19.10.2025 15:17
Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Íslendingarnir í liði Erlangen, þeir Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson, fóru mikinn í dag þegar liðið lagði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 18. október 2025 18:50
Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Eyjamenn gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn í dag þegar liðið lagði Aftureldingu 33-34 en sigurinn lyftir Eyjamönnum í 5. sæti Olís-deildarinnar. Handbolti 18. október 2025 17:07
Donni með skotsýningu Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, sýndi sínar bestu hliðar þegar Skanderborg sigraði Ringsted, 33-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 18. október 2025 15:43
Átta marka tap FH í Tyrklandi Möguleikar FH á að komast í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta karla eru afar takmarkaðir eftir stórt tap fyrir Nilüfer í Tyrklandi, 23-31, í dag. Seinni leikurinn fer fram á morgun og þar þurfa FH-ingar níu marka sigur til að snúa dæminu sér í vil. Handbolti 18. október 2025 15:35
Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Skera þarf niður í starfsteymi karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi verkefni í Þýskalandi vegna fjárhagsstöðu HSÍ. Landsliðsþjálfarinn kynnti hópinn sem fer til Þýskalands í dag. Handbolti 18. október 2025 08:00
Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Íslandsmeistarar Fram unnu langþráðan sigur í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 17. október 2025 20:57
Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Stiven Valencia hélt upp á landsliðssætið í kvöld með góðum leik og sigri í toppbaráttuslag í portúgölsku handboltadeildinni. Handbolti 17. október 2025 18:48
Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið sautján leikmenn í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Þýskalandi í tveimur vináttulandsleikjum um mánaðarmótin. Handbolti 17. október 2025 12:16
Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Haukar eru einir á tpppnum eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. HK-ingar sóttu tvö stig á Akureyri og fögnuðu þar þriðja deildarsigri sínum í röð. Handbolti 16. október 2025 21:02
Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni Orri Freyr Þorkelsson átti sannkallaðan stórleik í kvöld í Meistaradeildinni í handbolta. Það voru fullt af íslenskum handboltamönnum í eldlínunni í Meistaradeildinni í kvöld. Handbolti 16. október 2025 20:31
KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val KA-menn héldu sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar þeir unnu Valsmenn í sjöundu umferðinni í kvöld. Handbolti 16. október 2025 20:12
Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson og félegar í Rhein-Neckar Löwen fóru tómhentir heim frá Lemgo í þýsku bundesligunni í handbolta í kvöld. Handbolti 16. október 2025 18:46
Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Forkólfar handknattleikssambanda Íslands, Grænlands og Færeyja undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aukið samstarf þjóðanna í handbolta, á landsleik Íslands og Færeyja í undankeppni EM kvenna. Handbolti 16. október 2025 17:17
Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Norska handboltakonan Nora Mørk gæti misst af heimsmeistaramótinu sem hefst í næsta mánuði af nokkuð sérkennilegri ástæðu. Handbolti 16. október 2025 15:47
Fórnaði frægasta hári handboltans Fyrrverandi handboltastjarnan Mikkel Hansen þekkir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Pabbi hans er þar á meðal. Hansen hefur nú rakað af sér líklega þekktasta hár handboltasögunnar, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Handbolti 16. október 2025 13:32
Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal. Handbolti 16. október 2025 11:01
Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Íslendingalið Magdeburg hefur unnið ellefu af síðustu tólf leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Handbolti 16. október 2025 10:31
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Katrín Anna Ásmundsdóttir var á meðal fárra í íslenska landsliðinu sem átti ágætan dag í slæmu tapi fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal. Hún var ósátt eftir leik. Handbolti 15. október 2025 22:04
Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Þetta er mjög þungt og svekkjandi,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta eftir 24-22 tap fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal í kvöld. Ísland var lakari aðilinn á vellinum í kvöld. Handbolti 15. október 2025 21:49
Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Ísland tapaði 22-24 fyrir Færeyjum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Handbolti 15. október 2025 21:00
Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barcelona sóttu tvö stig til Norður-Makedóníu í Meistaradeildinni í kvöld. Handbolti 15. október 2025 20:17