Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 11:48 Daníel E. Arnarsson. Vísir/Vilhelm Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni. Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni.
Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira