Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Hinrik Wöhler skrifar 18. mars 2023 16:43 Bikarinn á loft. Vísir/Diego Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. Valskonur völtuðu yfir Hauka með níu mörkum í undanúrslitum og Eyjakonur unnu þriggja marka sigur á Selfoss á leið sinni í úrslitaleikinn. Liðin tvö eru einnig í harðri baráttu um efsta sætið í Olís-deildinni og viðureignir liðanna á tímabilinu hafa verið jafnar þannig það mátti búast við spennandi úrslitaleik og það var raunin. Vísir/Diego Eyjakonur byrjuðu betur og stóðu vörnina vel, þær mættu Theu Imani framarlega og náðu að trufla sóknarleik Vals. Það var lítið um varnir hjá Val í byrjun en Eyjakonur skoruðu sex mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Águst Jóhannsson, þjálfari Vals, tekur leikhlé í stöðunni 6-4, ÍBV í vil. Eftir leikhléið batnar spilamennska Hlíðarendakvenna og ná þær að jafna leikinn um miðbik fyrri hálfleiks. Vísir/Diego Umdeilt atvik átti sér stað á 20. mínútu þegar dómarar leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Pétursson, vísa markverði ÍBV, Mörtu Wawrzykowska, af velli með rautt spjald. Hún hafði lent í samstuði við Theu Imani eftir hraðaupphlaup hjá Val og niðurstaðan rautt spjald, það er óhætt að segja það að varamannabekkur ÍBV hafi verið afar ósáttur með dóminn. Valskonur leiddu með minnsta mun þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14-13. Thea Imani Sturludóttir lendir á Mörtu Wawrzynkowsku.Vísir/Diego Dómarar leiksins búnir að taka ákvörðun.Vísir/Diego Þær rauðklæddu byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust þremur mörkum yfir á kafla. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði úr hverju færinu á fætur öðru í hægra horninu og endaði leikinn með tólf mörk. Jafnræði var með liðunum lengst af í síðari hálfleik en á síðustu tíu mínútum leiksins ná Eyjakonur tveggja marka forystu og létu hana ekki af hendi og tryggðu sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2004. Eyjakonur fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Diego Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórbrotinn leik í sóknarleik ÍBV og skoraði tólf mörk. Birna Berg sýndi mátt sinn og megin í skyttunni og var næstmarkahæst hjá Eyjakonum með sjö mörk. Hjá Valskonum var það hornamaðurinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir sem endaði markahæst með tólf mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Ágúst: „Það kemur nýr dagur eftir þetta“ Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals.Vísir/Diego Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki nægilega sáttur með frammistöðu liðsins eftir tapið á móti sterku liði ÍBV. „Fyrst og fremst vil ég óska ÍBV til hamingju, þær áttu skilið að vinna. Mér fannst varnarleikurinn ekki nægilega góður. Við vorum ekki að mæta skyttunum eins og við ætluðum að gera. Hrafnhildur Hanna, við réðum illa við hana, og svo kom Birna Berg vel inn í þetta í seinni hálfleikinn. Við vorum með litla markvörslu og náðum ekki hraðaupphlaupunum. Það er bara erfitt á móti liði eins og ÍBV,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við verðum að spila betur en þetta til að fara úrslitaeinvígið, við munum mæta öflugum liðum í undanúrslitum og þurfum að spila betur. Við þurfum að vera miklu sterkari á svellinu undir svona pressu. Við vinnum í því núna fram að úrslitakeppni. Stelpurnar lögðu 100% í þetta en þetta er svekkjandi. Það kemur nýr dagur eftir þetta,“ bætti Ágúst við. Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum í dag líkt og í flestum viðureignum þessara liða að undanförnu.„Þetta er hörkuhandboltaleikur og mikil stemning. Þetta var járn í járn. Við gerum okkur sek um klaufaleg mistök í seinni hlutanum og gott lið eins og ÍBV refsa fyrir það,“ sagði Ágúst að lokum. Hrafnhildur Hanna: „Þetta er ólýsanlegt“ Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var frábær fyrir Eyjakonur í dag.Vísir/Diego Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti frábæran leik í dag fyrir ÍBV og var virkilega ánægð með sigurinn og liðsheildina. „Tilfinningin er bara vá, þetta er svo gaman. Það er varla hægt að segja annað. Þvílík liðsheild í þessu liði og með þennan stuðning frá Eyjum. Þetta er ólýsanlegt,“ sagði Hrafnhildur Hanna eftir leikinn. Fjöldi fólks úr Vestmannaeyjum lagði leið sína í stúkuna til að hvetja sínar konur áfram. „Ég kom bara inn í þennan leik með því eina markmiði að njóta og soga orkuna úr stúkunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman og þá kemur hitt.“ Eyjakonur voru hvergi bangnar eftir að aðalmarkvörður þeirra Marta Wawrzykowska fékk rautt spjald, þótt það var mikið áfall fyrir liðið. „Ég sé þetta ekki nægilega vel til að geta tjáð mig um það. Auðvitað var þetta áfall, hvort sem þetta er rétt eða ekki. Hún dettur út en það kemur maður í manns stað og við þjöppum okkur ennþá betur saman. Það er bara sætari sigur fyrir vikið.“ Liðin tvö eru í efstu tveimur sætunum í Olís-deildinni og ekki ólíklegt að Valur og ÍBV muni mætast í úrslitaeinvíginu. „Taflan segir það allavega og við stefnum þangað en verðum að sjá til hvernig þetta spilast,“ segir sigurreif Hrafnhildur Hanna eftir leikinn í dag. Vísir/Diego Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn ÍBV Valur
Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. Valskonur völtuðu yfir Hauka með níu mörkum í undanúrslitum og Eyjakonur unnu þriggja marka sigur á Selfoss á leið sinni í úrslitaleikinn. Liðin tvö eru einnig í harðri baráttu um efsta sætið í Olís-deildinni og viðureignir liðanna á tímabilinu hafa verið jafnar þannig það mátti búast við spennandi úrslitaleik og það var raunin. Vísir/Diego Eyjakonur byrjuðu betur og stóðu vörnina vel, þær mættu Theu Imani framarlega og náðu að trufla sóknarleik Vals. Það var lítið um varnir hjá Val í byrjun en Eyjakonur skoruðu sex mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Águst Jóhannsson, þjálfari Vals, tekur leikhlé í stöðunni 6-4, ÍBV í vil. Eftir leikhléið batnar spilamennska Hlíðarendakvenna og ná þær að jafna leikinn um miðbik fyrri hálfleiks. Vísir/Diego Umdeilt atvik átti sér stað á 20. mínútu þegar dómarar leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Pétursson, vísa markverði ÍBV, Mörtu Wawrzykowska, af velli með rautt spjald. Hún hafði lent í samstuði við Theu Imani eftir hraðaupphlaup hjá Val og niðurstaðan rautt spjald, það er óhætt að segja það að varamannabekkur ÍBV hafi verið afar ósáttur með dóminn. Valskonur leiddu með minnsta mun þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14-13. Thea Imani Sturludóttir lendir á Mörtu Wawrzynkowsku.Vísir/Diego Dómarar leiksins búnir að taka ákvörðun.Vísir/Diego Þær rauðklæddu byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust þremur mörkum yfir á kafla. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði úr hverju færinu á fætur öðru í hægra horninu og endaði leikinn með tólf mörk. Jafnræði var með liðunum lengst af í síðari hálfleik en á síðustu tíu mínútum leiksins ná Eyjakonur tveggja marka forystu og létu hana ekki af hendi og tryggðu sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2004. Eyjakonur fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Diego Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórbrotinn leik í sóknarleik ÍBV og skoraði tólf mörk. Birna Berg sýndi mátt sinn og megin í skyttunni og var næstmarkahæst hjá Eyjakonum með sjö mörk. Hjá Valskonum var það hornamaðurinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir sem endaði markahæst með tólf mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Ágúst: „Það kemur nýr dagur eftir þetta“ Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals.Vísir/Diego Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki nægilega sáttur með frammistöðu liðsins eftir tapið á móti sterku liði ÍBV. „Fyrst og fremst vil ég óska ÍBV til hamingju, þær áttu skilið að vinna. Mér fannst varnarleikurinn ekki nægilega góður. Við vorum ekki að mæta skyttunum eins og við ætluðum að gera. Hrafnhildur Hanna, við réðum illa við hana, og svo kom Birna Berg vel inn í þetta í seinni hálfleikinn. Við vorum með litla markvörslu og náðum ekki hraðaupphlaupunum. Það er bara erfitt á móti liði eins og ÍBV,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við verðum að spila betur en þetta til að fara úrslitaeinvígið, við munum mæta öflugum liðum í undanúrslitum og þurfum að spila betur. Við þurfum að vera miklu sterkari á svellinu undir svona pressu. Við vinnum í því núna fram að úrslitakeppni. Stelpurnar lögðu 100% í þetta en þetta er svekkjandi. Það kemur nýr dagur eftir þetta,“ bætti Ágúst við. Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum í dag líkt og í flestum viðureignum þessara liða að undanförnu.„Þetta er hörkuhandboltaleikur og mikil stemning. Þetta var járn í járn. Við gerum okkur sek um klaufaleg mistök í seinni hlutanum og gott lið eins og ÍBV refsa fyrir það,“ sagði Ágúst að lokum. Hrafnhildur Hanna: „Þetta er ólýsanlegt“ Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var frábær fyrir Eyjakonur í dag.Vísir/Diego Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti frábæran leik í dag fyrir ÍBV og var virkilega ánægð með sigurinn og liðsheildina. „Tilfinningin er bara vá, þetta er svo gaman. Það er varla hægt að segja annað. Þvílík liðsheild í þessu liði og með þennan stuðning frá Eyjum. Þetta er ólýsanlegt,“ sagði Hrafnhildur Hanna eftir leikinn. Fjöldi fólks úr Vestmannaeyjum lagði leið sína í stúkuna til að hvetja sínar konur áfram. „Ég kom bara inn í þennan leik með því eina markmiði að njóta og soga orkuna úr stúkunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman og þá kemur hitt.“ Eyjakonur voru hvergi bangnar eftir að aðalmarkvörður þeirra Marta Wawrzykowska fékk rautt spjald, þótt það var mikið áfall fyrir liðið. „Ég sé þetta ekki nægilega vel til að geta tjáð mig um það. Auðvitað var þetta áfall, hvort sem þetta er rétt eða ekki. Hún dettur út en það kemur maður í manns stað og við þjöppum okkur ennþá betur saman. Það er bara sætari sigur fyrir vikið.“ Liðin tvö eru í efstu tveimur sætunum í Olís-deildinni og ekki ólíklegt að Valur og ÍBV muni mætast í úrslitaeinvíginu. „Taflan segir það allavega og við stefnum þangað en verðum að sjá til hvernig þetta spilast,“ segir sigurreif Hrafnhildur Hanna eftir leikinn í dag. Vísir/Diego
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti