Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 20:31 Sr. Óskar Hafsteinn, prestur í Hruna, sem verður með kúamessu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00 í stærsta og glæsilegasta fjósi á Suðurlandi í Gunnbjarnarholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.” Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.”
Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira