Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 20:31 Sr. Óskar Hafsteinn, prestur í Hruna, sem verður með kúamessu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00 í stærsta og glæsilegasta fjósi á Suðurlandi í Gunnbjarnarholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.” Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.”
Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira