Enn einni eldflauginni skotið frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2023 10:07 Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa töluverðar áhyggjur af ítrekuðum eldflaugaskotum frá Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Enn einni eldflauginni var skotið frá Norður-Kóreu í morgun. Að þessu sinni var um að ræða skammdræga eldflaug og var henni skotið til austurs, á haf út frá Kóreuskaganum. Hernaðaryfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja eldflaugina hafa flogið um átta hundruð kílómetra í allt að fimmtíu kílómetra hæð, áður en hún hæfði skotmark sitt, samkvæmt frétt Reuters. Miklum fjölda eldflauga hefur verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum vikum og hafa þær verið af margvíslegum gerðum. Á meðal þeirra hafa verið eldflaugar hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem borið geta þau vopn hvert sem er í heiminum. Þessi þróunarvinna fer gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrr í vikunni var langdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu og var það gert skömmu fyrir fund þeirra Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, þar sem þeir voru meðal annars að ræða aukna samvinnu gegn Norður-Kóreu. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir að í kjölfar eldflaugaskotsins í morgun hafi Bandaríkjamenn sent B-1B sprengjuflugvél til Suður-Kóreu, þar sem hún verður notuð til æfinga. Rétt rúmar tvær vikur eru síðan sama flugvél var notuð við aðrar æfingar yfir Suður-Kóreu. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Varnarmálaráðherra Japans fordæmdi eldflaugaskotið í morgun og sagði hegðun yfirvalda í Norður-Kóreu óásættanlega og ógna heimsfriði. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59 Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja eldflaugina hafa flogið um átta hundruð kílómetra í allt að fimmtíu kílómetra hæð, áður en hún hæfði skotmark sitt, samkvæmt frétt Reuters. Miklum fjölda eldflauga hefur verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum vikum og hafa þær verið af margvíslegum gerðum. Á meðal þeirra hafa verið eldflaugar hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem borið geta þau vopn hvert sem er í heiminum. Þessi þróunarvinna fer gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrr í vikunni var langdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu og var það gert skömmu fyrir fund þeirra Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, þar sem þeir voru meðal annars að ræða aukna samvinnu gegn Norður-Kóreu. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir að í kjölfar eldflaugaskotsins í morgun hafi Bandaríkjamenn sent B-1B sprengjuflugvél til Suður-Kóreu, þar sem hún verður notuð til æfinga. Rétt rúmar tvær vikur eru síðan sama flugvél var notuð við aðrar æfingar yfir Suður-Kóreu. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Varnarmálaráðherra Japans fordæmdi eldflaugaskotið í morgun og sagði hegðun yfirvalda í Norður-Kóreu óásættanlega og ógna heimsfriði.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59 Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59
Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56