Halda íbúafund vegna ágangs máva: „Maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki“ Árni Sæberg skrifar 19. mars 2023 11:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir ágang máva stærra vandamál en margan grunar. Stöð 2/Arnar Íbúafundur er á döfinni í Garðabæ vegna ágangs máva, sem búist er við að aukist mikið á þegar varptíminn gengur í garð á næstunni. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að málið sé alvarlegra en marga grunar. Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum. Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum.
Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15
Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01