Fjögur innbrot og eignaspjöll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 06:23 Lögregla sat ekki auðum höndum í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt en henni bárust meðal annars fjórar tilkynningar um þjófnað úr verslunum auk tilkynninga um íkveikju og eignaspjöll. Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni um klukkan 17 og aðstoðar óskað vegna þjófnaðar úr verslun í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 en þar hafði fjármunum verið stolið úr peningakassa. Um klukkan 1 var svo tilkynnt um innbrot í verslun í póstnúmerinu 111 og klukkan 2.30 um innbrot í verslun í Kópavogi. Þar hafði gler verið brotið í bílalúgu og peningakassa og posa stolið. Lögregla handtók einstakling í tengslum við málið stuttu síðar og reyndist hann vera með þýfið úr innbrotinu. Var hann vistaður í fangageymslu. Tvær tilkynningar bárust um eignaspjöll í Kópavogi en í öðru tilvikinu höfðu nokkrir einstaklingar skemmt rúður í bifreið með því að berja í þær með einhverju sem vitni sagðist líkjast hafnaboltakylfu. Þá var tilkynnt um íkveikju í póstnúmerinu 112, þar sem kveikt var í gömlum ísskáp og hjólbörum. Engin hætta skapaðist vegna brunans. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt barst lögreglu ósk um aðstoð vegna slyss í Garðabæ en þar hafði einstaklingur fallið og hlotið opið beinbrot á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala. Annar var fluttur á Landspítala eftir hjólreiðaslys í Árbæ. Einn var handtekinn á bar í póstnúmerinu 108 fyrir að ógna gestum og starfsmönnum með eggvopni og annar í póstnúmerinu 104 grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, árekstur, að stinga af og nytjastuld ökutækis. Viðkomandi virðist hafa stolið bifreið og ekið á tvær aðrar. Nokkrir aðrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Fleiri fréttir Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni um klukkan 17 og aðstoðar óskað vegna þjófnaðar úr verslun í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 en þar hafði fjármunum verið stolið úr peningakassa. Um klukkan 1 var svo tilkynnt um innbrot í verslun í póstnúmerinu 111 og klukkan 2.30 um innbrot í verslun í Kópavogi. Þar hafði gler verið brotið í bílalúgu og peningakassa og posa stolið. Lögregla handtók einstakling í tengslum við málið stuttu síðar og reyndist hann vera með þýfið úr innbrotinu. Var hann vistaður í fangageymslu. Tvær tilkynningar bárust um eignaspjöll í Kópavogi en í öðru tilvikinu höfðu nokkrir einstaklingar skemmt rúður í bifreið með því að berja í þær með einhverju sem vitni sagðist líkjast hafnaboltakylfu. Þá var tilkynnt um íkveikju í póstnúmerinu 112, þar sem kveikt var í gömlum ísskáp og hjólbörum. Engin hætta skapaðist vegna brunans. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt barst lögreglu ósk um aðstoð vegna slyss í Garðabæ en þar hafði einstaklingur fallið og hlotið opið beinbrot á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala. Annar var fluttur á Landspítala eftir hjólreiðaslys í Árbæ. Einn var handtekinn á bar í póstnúmerinu 108 fyrir að ógna gestum og starfsmönnum með eggvopni og annar í póstnúmerinu 104 grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, árekstur, að stinga af og nytjastuld ökutækis. Viðkomandi virðist hafa stolið bifreið og ekið á tvær aðrar. Nokkrir aðrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Fleiri fréttir Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira