Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var ekki um neinn eld að ræða en mikil brunalykt hafi hins vegar verið á staðnum.
Unnið er að því að finna út úr því hvað olli lyktinni.
Uppfært 8:26: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði kom lyktin úr eldhúsi á staðnum þar sem eitthvað hafi brunnið við eldamennsku. Slökkvilið sé á leið aftur til baka.