Rupert Murdoch er trúlofaður Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2023 14:27 Hinn 92 ára Rupert Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Getty Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith eru trúlofuð. New York Post greinir frá þessu en blaðið er í eigu hins 92 ára Murdoch. Þau trúlofuðust þann 17. mars síðastliðinn og stefna á að ganga í það heilaga í sumar. Níu mánuðir eru nú liðnir frá því að greint var frá því að hjónaband Murdoch og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall væri lokið. Hin 66 ára Ann Lesley Smith er ekkja kántrítónlistar- og sjónvarpsmannsins Chester Smith sem lést árið 2008, þá 78 ára gamall. Hún starfaði áður sem lögregluprestur í San Francisco. Murdoch segir í samtali við New York Post að hann hafi verið smeykur við að verða ástfanginn á ný. „En ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti. Það ætti að vera það. Ég er hamingjusamur,“ segir Murdoch í samtali við New York Post. Smith segir að þau hafi hist í september á síðasta ári og að það hafi verið gjöf guðs til þeirra beggja. „Ég hef verið ekkja í fjórtán ár. Líkt og Rupert þá var eiginmaður minn viðskiptamaður,“ segir Smith og vísar þar í að hann hafi átt þátt í að byggja upp fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva. „Ég tala sama tungumál og Rupert. Við erum með sama viðhorf til hlutanna.“ Murdoch hefur verið giftur fjórum sinnum. Hann var giftur Patriciu Booker á árunum 1956 til 1965, Önnu Mariu Torv 1967 til 1999, Wengi Deng 1999 til 2014 og Jerry Hall 2016 til 2022. Hann á sex uppkomin börn. Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Auðæfi hans eru metin á um 17 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt Forbes. Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Tengdar fréttir Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
New York Post greinir frá þessu en blaðið er í eigu hins 92 ára Murdoch. Þau trúlofuðust þann 17. mars síðastliðinn og stefna á að ganga í það heilaga í sumar. Níu mánuðir eru nú liðnir frá því að greint var frá því að hjónaband Murdoch og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall væri lokið. Hin 66 ára Ann Lesley Smith er ekkja kántrítónlistar- og sjónvarpsmannsins Chester Smith sem lést árið 2008, þá 78 ára gamall. Hún starfaði áður sem lögregluprestur í San Francisco. Murdoch segir í samtali við New York Post að hann hafi verið smeykur við að verða ástfanginn á ný. „En ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti. Það ætti að vera það. Ég er hamingjusamur,“ segir Murdoch í samtali við New York Post. Smith segir að þau hafi hist í september á síðasta ári og að það hafi verið gjöf guðs til þeirra beggja. „Ég hef verið ekkja í fjórtán ár. Líkt og Rupert þá var eiginmaður minn viðskiptamaður,“ segir Smith og vísar þar í að hann hafi átt þátt í að byggja upp fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva. „Ég tala sama tungumál og Rupert. Við erum með sama viðhorf til hlutanna.“ Murdoch hefur verið giftur fjórum sinnum. Hann var giftur Patriciu Booker á árunum 1956 til 1965, Önnu Mariu Torv 1967 til 1999, Wengi Deng 1999 til 2014 og Jerry Hall 2016 til 2022. Hann á sex uppkomin börn. Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Auðæfi hans eru metin á um 17 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt Forbes.
Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Tengdar fréttir Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02