„Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2023 07:31 Gunnar Nelson er kominn aftur á kortið í UFC. vísir/sigurjón Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði
MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira