Martröð fyrir Noreg: „Hélt að það væri fyrsti apríl“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 12:31 Erling Braut Haaland hefur bókstaflega raðað inn mörkum að undanförnu fyrir Manchester City. EPA-EFE/Adam Vaughan „Þetta er það versta sem gat gerst,“ segir sérfræðingur TV 2 í Noregi um þau tíðindi dagsins að framherjinn Erling Braut Haaland væri dottinn út úr norska landsliðshópnum í fótbolta vegna meiðsla. Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira