Franska til framtíðar Rósa Elín Davíðsdóttir skrifar 21. mars 2023 11:01 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun