Franska til framtíðar Rósa Elín Davíðsdóttir skrifar 21. mars 2023 11:01 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun