Í yfirlýsingu á vef Stjórnarráðsins segir að markmið þessa verkefnis sé að gera úkraínska hernum betur kleift að finna og eyða ósprungnum sprengjum vegna innrásar Rússa. Talið er að gífurlegur fjöldi ósprungna sprengja sé víðsvegar um Úkraínu.
„Eftir að hafa séð með eigin augum eyðilegginguna og hörmungarnar sem sprengjuárásir Rússa hafa valdið almenningi í Úkraínu er ég stolt að því að við getum lagt okkar af mörkum á sviði sem Ísland hefur sérþekkingu á í samstarfi við okkar nánustu samstarfsríki,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra, í áðurnefndri yfirlýsingu.
Hún kynnti verkefnatillögu um þetta málefni á ráðstefnu um stuðning við öryggi og varnir Úkraínu í Kaupmannahöfn í fyrrasumar.
Hver kennslulota stendur yfir í fimm vikur og stefnt að því að ljúka í það minnsta fjórum lotum á þessu ári.