Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:06 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu. Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira