Fullyrðir að Stiven sé á leið til Benfica: „Það verður bara að koma í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:21 Stiven skýtur að marki Göppingen í leik kvöldsins. Vísir/Diego Stiven Tobar Valencia, hornamaður Íslandsmeistara Vals, er á leið til portúgalska félagsins Benfica að yfirstandandi tímabili loknu ef marka má orð handboltasérfræðingsins Arnars Daða Arnarssonar. Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40