Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 20:01 Að minnsta kosti einn maður lést og um 25 særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús í borginni Zaporizhzhia í dag. Þeirra á meðal eru tvö börn. AP/Kateryna Klochko Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“