Vottun verði valkvæð Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 23. mars 2023 11:30 Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun