Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 15:15 Reykjadalur hefur verið sannkallaður draumaáfangastaður fyrir fötluð börn og aðstandendur þeirra um árabil. Reykjadalur Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. Sumarbúðir í Reykjadal hafa verið reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um árabil. Þangað sækja um 250 ungir einstaklingar á sumrin og hefur verið mikil ánægja með starfið í Reykjadal. Sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og unglinga. Draumurinn breyttist í martröð í tilfelli fatlaðrar stúlku, dóttur Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur. Foreldrarnir lýsa atburðarásinni umræddan dag á þann veg að dóttir þeirra hafi verið á leiðinni heim og ein í herbergi sínu þegar starfsmaður kom inn í herbergið og braut á henni. „Án þess að fara í smáatriði þá fór hann inn á hana, snerti hennar einkastaði og færði hana upp í rúm. Það er það sem við vitum. Hann lokaði dyrunum svo enginn kæmi inn, þannig að brotaviljinn var augljós,“ segja foreldrarnir í samtali við Heimildina. Flótti hafi komið á starfsmanninn þegar aðrir starfsmenn komu inn í herbergið. Þeir hafi spurt stúlkuna út í hvað gerst hafi og hún sagt þeim það. Meintur gerandi einnig fatlaður Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður sumarbúðanna, segir í samtali við Vísi að málið sé í lögreglurannsókn. Þá sé Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins með málið á sínu borði og hafi þegar skilað drögum að skýrslu. Lokaniðurstaða sé væntanlega í mars eða apríl. Hán útskýrir að um hafi verið að ræða starfsmann sem glími sjálfur við fötlun og starfi á vinnustað fyrir fatlað fólk. Hann hafi fengið að nýta vinnuaðstöðuna í Reykjadal og sinnt þar garðvinnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðkomandi sjálfur rétt við lögræðisaldur. Andrea segir foreldra stúlkunnar hafa sýnt mikinn styrk í að segja sögu sína í Heimildinni. Þau hafa ýmislegt við málið að athuga. Þar á meðal orðalag í drögum Gæða- og eftirlitsstofnunar um málið, hvenær málið var tilkynnt til barnaverndar auk þess sem þeim var ekki boðin réttargæslumaður í málinu. Hán segir málið eðlilega ótrúlega viðkvæmt enda brotaþoli fatlað barn. Starfsfólk í Reykjadal hafi þegar fengið endurgjöf um hvernig bæta megi starfið í sumarbúðunum og verkferla. Gott verði að fá skýrslu Gæða - og eftirlitsstofnunar til að draga frekari lærdóm af málinu. Verkferlar ekki fyrir hendi Hörður Sigurðsson, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri segja í bréfi til starfsfólks sumarbúðanna að þrátt fyrir að ítarleg handbók sé til fyrir starfsmenn þá sé viðbragðsáætlun í máli af þeim toga sem hér ræðir ekki til staðar. „Atburður þessi olli þolanda og foreldrum hans miklum sársauka og harmar stjórn félagsins þennan atburð innilega.“ Unnið hafi verið að úrbótum í samvinnu við Barnaheill og verklagsreglur mótaðar og sendar Gæða- og eftirlitsstofnun. Þá hafi Mennta- og barnamálaráðuneytið verið upplýst um gang mála. „Við fengum ráðleggingar á sínum tíma frá fjölda aðila sem þekkingu hafa á málefnum fatlaðra. Að því sögðu voru verkferlar þegar kemur að svona málum ekki fyrir hendi sem ekki er gott fyrir félagið okkar.“ Lögreglumál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sumarbúðir í Reykjadal hafa verið reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um árabil. Þangað sækja um 250 ungir einstaklingar á sumrin og hefur verið mikil ánægja með starfið í Reykjadal. Sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og unglinga. Draumurinn breyttist í martröð í tilfelli fatlaðrar stúlku, dóttur Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur. Foreldrarnir lýsa atburðarásinni umræddan dag á þann veg að dóttir þeirra hafi verið á leiðinni heim og ein í herbergi sínu þegar starfsmaður kom inn í herbergið og braut á henni. „Án þess að fara í smáatriði þá fór hann inn á hana, snerti hennar einkastaði og færði hana upp í rúm. Það er það sem við vitum. Hann lokaði dyrunum svo enginn kæmi inn, þannig að brotaviljinn var augljós,“ segja foreldrarnir í samtali við Heimildina. Flótti hafi komið á starfsmanninn þegar aðrir starfsmenn komu inn í herbergið. Þeir hafi spurt stúlkuna út í hvað gerst hafi og hún sagt þeim það. Meintur gerandi einnig fatlaður Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður sumarbúðanna, segir í samtali við Vísi að málið sé í lögreglurannsókn. Þá sé Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins með málið á sínu borði og hafi þegar skilað drögum að skýrslu. Lokaniðurstaða sé væntanlega í mars eða apríl. Hán útskýrir að um hafi verið að ræða starfsmann sem glími sjálfur við fötlun og starfi á vinnustað fyrir fatlað fólk. Hann hafi fengið að nýta vinnuaðstöðuna í Reykjadal og sinnt þar garðvinnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðkomandi sjálfur rétt við lögræðisaldur. Andrea segir foreldra stúlkunnar hafa sýnt mikinn styrk í að segja sögu sína í Heimildinni. Þau hafa ýmislegt við málið að athuga. Þar á meðal orðalag í drögum Gæða- og eftirlitsstofnunar um málið, hvenær málið var tilkynnt til barnaverndar auk þess sem þeim var ekki boðin réttargæslumaður í málinu. Hán segir málið eðlilega ótrúlega viðkvæmt enda brotaþoli fatlað barn. Starfsfólk í Reykjadal hafi þegar fengið endurgjöf um hvernig bæta megi starfið í sumarbúðunum og verkferla. Gott verði að fá skýrslu Gæða - og eftirlitsstofnunar til að draga frekari lærdóm af málinu. Verkferlar ekki fyrir hendi Hörður Sigurðsson, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri segja í bréfi til starfsfólks sumarbúðanna að þrátt fyrir að ítarleg handbók sé til fyrir starfsmenn þá sé viðbragðsáætlun í máli af þeim toga sem hér ræðir ekki til staðar. „Atburður þessi olli þolanda og foreldrum hans miklum sársauka og harmar stjórn félagsins þennan atburð innilega.“ Unnið hafi verið að úrbótum í samvinnu við Barnaheill og verklagsreglur mótaðar og sendar Gæða- og eftirlitsstofnun. Þá hafi Mennta- og barnamálaráðuneytið verið upplýst um gang mála. „Við fengum ráðleggingar á sínum tíma frá fjölda aðila sem þekkingu hafa á málefnum fatlaðra. Að því sögðu voru verkferlar þegar kemur að svona málum ekki fyrir hendi sem ekki er gott fyrir félagið okkar.“
Lögreglumál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira