Eyjakonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 17:42 Eyjakonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum vel og innilega með stuðningsfólki sínu. ÍBV Handbolti ÍBV er deildarmeistari í Olís-deild kvenna í handbolta eftir öruggan 14 marka sigur gegn Selfyssingum í Suðurlandsslag í dag, 41-27. Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira