Hörður Unnsteinsson stýrði Körfuboltakvöldi í þetta skiptið en gestir hans voru Brynjar Þór Björnsson og Örvar Þór Kristjánsson.
Þeir fóru meðal annars yfir slakt gengi Keflavíkur að undanförnu en liðið er það næstlélegasta í deildinni ef litið er til síðustu sex umferða; hafa aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum.
„Maður getur kannski klínt einhverju á Hjalta en leikmenn verða nú að sýna eitthvað hjarta. Það sem er kannski vandamálið í þessu hjá Keflavík og hefur verið undanfarin ár er að það vantar þessa góðu Íslendinga sem vita sitt hlutverk upp á tíu. Það vantar einhvern sem fer inn í klefa og tekur lúðurinn,“ segir Brynjar Þór.
Örvar tók undir og velti vöngum yfir ábyrgð leikmanna: „Hvar er ábyrgðin hjá leikmönnum? Það er þungt yfir Keflavík og það er enginn að stíga upp núna. Það vantar einhvern töffara. Mér finnst Halldór Garðar búinn að vera flottur,“ sagði Örvar meðal annars.
Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.