Höllin í eldri kantinum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2023 23:01 Arnór Snær í baráttunni í Evrópudeildinni fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira