Verður einhver rekinn hjá ríkinu? Ólafur Stephensen skrifar 28. mars 2023 13:00 Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins. Fréttablaðið vitnar til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Á meðal niðurstaðna hennar er að starfsmönnum ríkisins og sveitarfélaga fjölgaði um 21,4% á sex ára tímabili, 2015-2021. Á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 3%. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni. Talsmenn opinberra starfsmanna hafa í kjölfar útgáfu skýrslunnar reynt að útmála hana sem einhvers konar árás á grunnþjónustu hins opinbera; heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið. Það er fjarri sanni. í skýrslunni kemur skýrt fram, eins og tekið var fram í frétt Fréttablaðsins í morgun, að langmesta fjölgun starfsmanna undanfarin ár er í opinberri stjórnsýslu, þ.e. ekki í mennta- eða heilbrigðiskerfinu heldur ýmsum öðrum stofnunum. Þar fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 4.600 á áðurnefndu tímabili, eða um heil sextíu prósent! Hærri laun í opinberri stjórnsýslu en víðast á vinnumarkaði Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að í opinberri stjórnsýslu eru laun orðin betri en almennt gerist á almennum vinnumarkaði. „Þegar borið er saman meðaltal greiddra launa í einkennandi greinum hins opinbera og hjá öðrum starfsstéttum sést að þau eru töluvert hærri hjá þeim er starfa við opinbera stjórnsýslu en í flestum öðrum atvinnugreinum. Munar þar um 12% á meðaltali allra starfsgreina,“ segir í skýrslu Intellecon. Í niðurstöðum skýrslunnar segir enn fremur: „Laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn. Greidd laun í opinberri stjórnsýslu eru almennt mun hærri en í flestum öðrum starfsgreinum.“ Gögnin sem Intellecon greindi staðfesta í raun aðeins það sem við hjá FA höfum heyrt í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar undanfarin ár; að einkafyrirtæki eiga orðið í mesta basli með að keppa um starfsfólk við hið opinbera. Launin eru sambærileg eða betri, lífeyrisréttindin til framtíðar þau sömu, vinnutíminn mun þægilegri. Þetta þarf ekki að vera alslæmt – auðvitað þarf hið opinbera að geta fengið hæft starfsfólk, rétt eins og einkageirinn. En sú spurning vaknar óneitanlega þegar þessar staðreyndir liggja fyrir, hvort líka sé ástæða til að opinberir starfsmenn njóti mun ríkara starfsöryggis en almennir launþegar. Sú er raunin ef við höldum áfram að vera með tvískipta löggjöf um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði þrátt fyrir að kjörin hafi verið jöfnuð eins og raun ber vitni. Starfsmannalöggjöfin stendur í vegi fyrir hagræðingu Samkvæmt lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna njóta þeir langtum ríkari uppsagnarverndar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Ekki er hægt að segja upp starfsmanni nema veita honum áminningu fyrst – og það er ákaflega óalgengt. Jafnvel fólki sem hefur yfirfært á starfið hina göfugu hugmyndafræði úr íþróttunum um að það skipti ekki öllu máli að vinna, heldur að vera með, er sjaldnast sagt upp fyrir að afkasta litlu. Fullyrða má að ríkisstarfsmaður sé ekki áminntur nema fyrir alvarleg afglöp í starfi. Við það bætist að ákvarðanir um ráðningu og uppsögn opinberra starfsmanna eru í raun stjórnvaldsákvarðanir, sem gerir starfsmannahald hjá hinu opinbera gríðarlega þungt í vöfum. Kannanir á meðal forstöðumanna ríkisstofnana hafa ítrekað sýnt að þeir telja lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Flestir sem rekið hafa einkafyrirtæki hafa kynnzt þeim erfiða veruleika að þurfa jafnvel að segja upp góðum starfsmönnum vegna þess að illa gengur í rekstrinum og enginn kostur er annar en að lækka kostnað. Hjá hinu opinbera er það hins vegar svo að þótt gerð sé krafa á stofnanir um hagræðingu geta þær í raun ekki sagt fólki upp – nema þá með trixum eins og að leggja niður stofnanir og störf. Breyting á lagarammanum er lykill að árangri Breyting á þessum lagaramma er algjört lykilatriði ef hagræðing í ríkisrekstrinum á að skila árangri. Það þurfa að gilda almennar reglur hjá ríkinu sem koma í veg fyrir að t.d. frændhygli eða pólitísk tengsl spili inn í mannaráðningar og starfsmannahald, en að öðru leyti ættu að gilda sömu reglur um ráðningar og starfslok og á almenna vinnumarkaðnum. Slíkt myndi gera ríkisreksturinn hagkvæmari, skilvirkari og sveigjanlegri – og auðvelda mjög hagræðingu þegar hennar er þörf, eins og einmitt núna í glímunni við verðbólguna. Fækkun starfsmanna, án lagabreytingar, þýðir að um er að ræða náttúrulega fækkun án þess að ráðið sé nýtt og öflugt fólk. Þannig haldast þeir í starfi sem mögulega valda því ekki og fært fólk sem vill starfa hjá hinu opinbera kemst ekki að. Ef gerð er breyting á þeim reglum sem gilda um uppsagnir er stjórnendum hjá ríkinu hins vegar gert auðveldara fyrir að fækka um hina óhagkvæmu starfsmenn til að ná fram hagræðingu og jafnvel ráða inn aðra starfsmenn sem eru líklegir til að auka afköst og bæta þjónustu viðkomandi stofnana. Svona eins og gerist í fyrirtækjum á almennum markaði. Ef forsætisráðherra er alvara með að það þurfi að fækka starfsmönnum hjá ríkinu og lækka útgjöld ætti hún að beita sér fyrir breytingum á starfsmannalöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins. Fréttablaðið vitnar til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Á meðal niðurstaðna hennar er að starfsmönnum ríkisins og sveitarfélaga fjölgaði um 21,4% á sex ára tímabili, 2015-2021. Á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 3%. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni. Talsmenn opinberra starfsmanna hafa í kjölfar útgáfu skýrslunnar reynt að útmála hana sem einhvers konar árás á grunnþjónustu hins opinbera; heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið. Það er fjarri sanni. í skýrslunni kemur skýrt fram, eins og tekið var fram í frétt Fréttablaðsins í morgun, að langmesta fjölgun starfsmanna undanfarin ár er í opinberri stjórnsýslu, þ.e. ekki í mennta- eða heilbrigðiskerfinu heldur ýmsum öðrum stofnunum. Þar fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 4.600 á áðurnefndu tímabili, eða um heil sextíu prósent! Hærri laun í opinberri stjórnsýslu en víðast á vinnumarkaði Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að í opinberri stjórnsýslu eru laun orðin betri en almennt gerist á almennum vinnumarkaði. „Þegar borið er saman meðaltal greiddra launa í einkennandi greinum hins opinbera og hjá öðrum starfsstéttum sést að þau eru töluvert hærri hjá þeim er starfa við opinbera stjórnsýslu en í flestum öðrum atvinnugreinum. Munar þar um 12% á meðaltali allra starfsgreina,“ segir í skýrslu Intellecon. Í niðurstöðum skýrslunnar segir enn fremur: „Laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn. Greidd laun í opinberri stjórnsýslu eru almennt mun hærri en í flestum öðrum starfsgreinum.“ Gögnin sem Intellecon greindi staðfesta í raun aðeins það sem við hjá FA höfum heyrt í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar undanfarin ár; að einkafyrirtæki eiga orðið í mesta basli með að keppa um starfsfólk við hið opinbera. Launin eru sambærileg eða betri, lífeyrisréttindin til framtíðar þau sömu, vinnutíminn mun þægilegri. Þetta þarf ekki að vera alslæmt – auðvitað þarf hið opinbera að geta fengið hæft starfsfólk, rétt eins og einkageirinn. En sú spurning vaknar óneitanlega þegar þessar staðreyndir liggja fyrir, hvort líka sé ástæða til að opinberir starfsmenn njóti mun ríkara starfsöryggis en almennir launþegar. Sú er raunin ef við höldum áfram að vera með tvískipta löggjöf um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði þrátt fyrir að kjörin hafi verið jöfnuð eins og raun ber vitni. Starfsmannalöggjöfin stendur í vegi fyrir hagræðingu Samkvæmt lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna njóta þeir langtum ríkari uppsagnarverndar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Ekki er hægt að segja upp starfsmanni nema veita honum áminningu fyrst – og það er ákaflega óalgengt. Jafnvel fólki sem hefur yfirfært á starfið hina göfugu hugmyndafræði úr íþróttunum um að það skipti ekki öllu máli að vinna, heldur að vera með, er sjaldnast sagt upp fyrir að afkasta litlu. Fullyrða má að ríkisstarfsmaður sé ekki áminntur nema fyrir alvarleg afglöp í starfi. Við það bætist að ákvarðanir um ráðningu og uppsögn opinberra starfsmanna eru í raun stjórnvaldsákvarðanir, sem gerir starfsmannahald hjá hinu opinbera gríðarlega þungt í vöfum. Kannanir á meðal forstöðumanna ríkisstofnana hafa ítrekað sýnt að þeir telja lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Flestir sem rekið hafa einkafyrirtæki hafa kynnzt þeim erfiða veruleika að þurfa jafnvel að segja upp góðum starfsmönnum vegna þess að illa gengur í rekstrinum og enginn kostur er annar en að lækka kostnað. Hjá hinu opinbera er það hins vegar svo að þótt gerð sé krafa á stofnanir um hagræðingu geta þær í raun ekki sagt fólki upp – nema þá með trixum eins og að leggja niður stofnanir og störf. Breyting á lagarammanum er lykill að árangri Breyting á þessum lagaramma er algjört lykilatriði ef hagræðing í ríkisrekstrinum á að skila árangri. Það þurfa að gilda almennar reglur hjá ríkinu sem koma í veg fyrir að t.d. frændhygli eða pólitísk tengsl spili inn í mannaráðningar og starfsmannahald, en að öðru leyti ættu að gilda sömu reglur um ráðningar og starfslok og á almenna vinnumarkaðnum. Slíkt myndi gera ríkisreksturinn hagkvæmari, skilvirkari og sveigjanlegri – og auðvelda mjög hagræðingu þegar hennar er þörf, eins og einmitt núna í glímunni við verðbólguna. Fækkun starfsmanna, án lagabreytingar, þýðir að um er að ræða náttúrulega fækkun án þess að ráðið sé nýtt og öflugt fólk. Þannig haldast þeir í starfi sem mögulega valda því ekki og fært fólk sem vill starfa hjá hinu opinbera kemst ekki að. Ef gerð er breyting á þeim reglum sem gilda um uppsagnir er stjórnendum hjá ríkinu hins vegar gert auðveldara fyrir að fækka um hina óhagkvæmu starfsmenn til að ná fram hagræðingu og jafnvel ráða inn aðra starfsmenn sem eru líklegir til að auka afköst og bæta þjónustu viðkomandi stofnana. Svona eins og gerist í fyrirtækjum á almennum markaði. Ef forsætisráðherra er alvara með að það þurfi að fækka starfsmönnum hjá ríkinu og lækka útgjöld ætti hún að beita sér fyrir breytingum á starfsmannalöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun