„Óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 20:30 Margrét María Ágústsdóttir lærir heimspeki og félagsráðgjöf í Lipscomb háskólanum. Skólinn er í átta mínútna fjarlægð frá Covenant skólanum þar sem skotárás fór fram í gær. vísir Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira
Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25
Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05