„Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 23:31 Tryggvi Garðar Jónsson var svekktur með úrslitin í kvöld, en ánægður með sína eigin frammistöðu. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Garðar Jónsson gat gengið sáttur frá borði eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Tryggvi skoraði ellefu mörk fyrir Valsliðið, en það dugði þó ekki til og Valur er úr leik eftir tveggja marka tap, 33-31. Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
„Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34
„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53
Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30