Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2023 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist líta þetta mál, sem fjallar um upplýsingarétt þingsins, afar alvarlegum augum. Vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30