Ákærður fyrir að hafa myrt þrjá og reynt að drepa ellefu í Fields Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 13:27 Lögregla í Kaupmannahöfn var með gríðarmikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Fields eftir að tilkynnt var um árásina. EPA Lögregla í Danmörku hefur ákært 23 ára karlmann fyrir skotárásina í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp, ellefu tilraunir til manndráps, auk þess að hafa skotið í átt að 21 til viðbótar. Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Lögregla var með gríðarlegan viðbúnað á staðnum eftir að tilkynnt var um árásina síðdegis 3. júlí síðastliðinn. Í frétt DR segir að vegna þess sem fram kemur í fyrri dómsúrskurði sé maðurinn ekki nafngreindur. Maðurinn var handtekinn fyrir utan verslunarmiðstöðina ellefu mínútur eftir að tilkynnt var um árásina. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi á réttargeðdeild síðan. Hin látnu voru sautján ára piltur, sautján ára stúlka og 46 ára karlmaður. Að sögn lögreglu hefur hinn ákærði viðurkennt að það hafi verið hann sem hafi skotið fólkið í verslunarmiðstöðinni. Hann neitar þó sök og vísar til þess að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar árásin var gerð. Síðasta sumar var sagt frá því að maðurinn hafi reynt að ná sambandi við hjálparlínu skömmu fyrir árásina en ekki náði í gegn. Rannsókn lögreglu hefur staðið í um hálft ár þar sem kom í ljós að maðurinn hafi skrifað að hann myndi svipta sig lífi með því að skjóta sig í höfuðið ef hann myndi láta verða af árás sem þessari. Þá hafi komið í ljós að hann hafi keypt skotfæri og vesti dagana fyrir árásina og birt ljósmyndir af sjálfum sér haldandi á riffli á samfélagsmiðlum. Um tvö hundruð manns hafa verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins. Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Tengdar fréttir Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. 6. júlí 2022 07:33 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Lögregla var með gríðarlegan viðbúnað á staðnum eftir að tilkynnt var um árásina síðdegis 3. júlí síðastliðinn. Í frétt DR segir að vegna þess sem fram kemur í fyrri dómsúrskurði sé maðurinn ekki nafngreindur. Maðurinn var handtekinn fyrir utan verslunarmiðstöðina ellefu mínútur eftir að tilkynnt var um árásina. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi á réttargeðdeild síðan. Hin látnu voru sautján ára piltur, sautján ára stúlka og 46 ára karlmaður. Að sögn lögreglu hefur hinn ákærði viðurkennt að það hafi verið hann sem hafi skotið fólkið í verslunarmiðstöðinni. Hann neitar þó sök og vísar til þess að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar árásin var gerð. Síðasta sumar var sagt frá því að maðurinn hafi reynt að ná sambandi við hjálparlínu skömmu fyrir árásina en ekki náði í gegn. Rannsókn lögreglu hefur staðið í um hálft ár þar sem kom í ljós að maðurinn hafi skrifað að hann myndi svipta sig lífi með því að skjóta sig í höfuðið ef hann myndi láta verða af árás sem þessari. Þá hafi komið í ljós að hann hafi keypt skotfæri og vesti dagana fyrir árásina og birt ljósmyndir af sjálfum sér haldandi á riffli á samfélagsmiðlum. Um tvö hundruð manns hafa verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins.
Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Tengdar fréttir Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. 6. júlí 2022 07:33 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00
Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. 6. júlí 2022 07:33
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56
Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02