Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 23:31 Roman Abramovich var eigandi Chelsea til fjölda ára. Nordicphotos/AFP Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea. The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira